Þjálfari Patriots sagði nei takk þegar Trump bauð honum Frelsisorðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 08:30 Bill Belichick með Donald Trump þegar þáverandi NFL-meistarar New England Patriots heimsóttu Hvíta húsið árið 2017. Getty/Jabin Botsford Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, gaf það út í gær að hann ætli ekki að taka við Frelsisorðu Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Belichick segir ástæðuna vera atburðina í síðustu viku þegar óeirðarseggir úr stuðningssveit Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington DC. Donald Trump hafði tilkynnt það að Belichick myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta áður en Trump lætur af embætti en Bill Belichick og eigandi New England Patriots hafa hingað til verið miklir stuðningsmenn Trump. Það er kannski tákn um stöðu Donald Trump að Belichick skuli nú hafna þessu boði hans og það með því að senda frá sér yfirlýsingu. New England Patriots coach Bill Belichick has announced he will not accept the Presidential Medal of Freedom, saying "remaining true to the people, team and country I love outweigh the benefits of any individual award".— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2021 Í tilkynningunni frá Belichick þá kemur fram að hann sé vissulega hreykinn af því að hafa verið boðið slík viðurkenning enda mikill heiður að komast í hóp með þeim sem hafa fengið Frelsisorðuna í gegnum tíðina. Belichick segist þó ekki ætla að svíkja fólkið, félagið og landið sem hann elski og það vegi meira en einhver einstaklingsverðlaun. „Um fram allt þá er ég bandarískur ríkisborgari sem ber mikla virðingu fyrir gildum, frelsi og lýðræði okkar þjóðar,“ skrifaði Bill Belichick. Meðal þeirra sem hafa fengið Frelsisorðu Bandaríkjaforseta frá Donald Trump er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods. Belichick er 68 ára gamall og var að klára sitt 46. tímabil í NFL-deildinni. Hann hefur undanfarið 21 ár þjálfað lið New England Patriots sem hefur unnið sex meistaratitla undir hans stjórn. NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Belichick segir ástæðuna vera atburðina í síðustu viku þegar óeirðarseggir úr stuðningssveit Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington DC. Donald Trump hafði tilkynnt það að Belichick myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta áður en Trump lætur af embætti en Bill Belichick og eigandi New England Patriots hafa hingað til verið miklir stuðningsmenn Trump. Það er kannski tákn um stöðu Donald Trump að Belichick skuli nú hafna þessu boði hans og það með því að senda frá sér yfirlýsingu. New England Patriots coach Bill Belichick has announced he will not accept the Presidential Medal of Freedom, saying "remaining true to the people, team and country I love outweigh the benefits of any individual award".— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2021 Í tilkynningunni frá Belichick þá kemur fram að hann sé vissulega hreykinn af því að hafa verið boðið slík viðurkenning enda mikill heiður að komast í hóp með þeim sem hafa fengið Frelsisorðuna í gegnum tíðina. Belichick segist þó ekki ætla að svíkja fólkið, félagið og landið sem hann elski og það vegi meira en einhver einstaklingsverðlaun. „Um fram allt þá er ég bandarískur ríkisborgari sem ber mikla virðingu fyrir gildum, frelsi og lýðræði okkar þjóðar,“ skrifaði Bill Belichick. Meðal þeirra sem hafa fengið Frelsisorðu Bandaríkjaforseta frá Donald Trump er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods. Belichick er 68 ára gamall og var að klára sitt 46. tímabil í NFL-deildinni. Hann hefur undanfarið 21 ár þjálfað lið New England Patriots sem hefur unnið sex meistaratitla undir hans stjórn.
NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum