Fyrsta konan sem tekin er af lífi í alríkinu í sjötíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 07:14 Lisa Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir hrottalegt morð og barnsrán árið 2004. Attorneys for Lisa Montgomery via AP Lisa Montgomery, 52 ára gömul kona frá Kansas í Bandaríkjunum, hefur verið tekin af lífi með banvænni sprautu í Terre Haute-fangelsinu í Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár. Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira