Ólympíumeistari meðal óeirðaseggja Trumps sem réðust inn í þinghúsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 09:00 Klete Keller er hér lengst til vinstri við hlið Michael Phelps en hinir í þessari gullsveit Bandaríkjanna eru þeir Ryan Lochte og Peter Vanderkaay. Getty/Al Bello Æfingafélagar og þjálfarar frægs bandarísks sundmanns komu upp um þátttöku hans í innrásinni í þingsalinn í Capitol byggingunni þegar var verið að staðfest kjör Joe Biden sem Bandaríkjaforseta. Klete Keller vann tvö Ólympíugull sem liðsfélagi Michael Phelps en í síðustu viku var hann einn af stuðningsmönnum Donalds Trump sem brutust inn í Þinghúsið í Washington DC. Myndband, sem blaðamaður hjá Townhall setti inn, virðist sýna það og sanna að umræddur Klete Keller hafi verið meðal óeirðaseggja Donalds Trump þennan afdrifaríka dag. An Olympic gold medalist, the swimmer Klete Keller, was part of the pro-Trump mob that sieged the Capitol, former teammates and coaches who identified him said. If confirmed by the authorities, he may face federal charges. https://t.co/srEIG09vRP— The New York Times (@nytimes) January 12, 2021 Æfingafélagar hans og þjálfarar þekktu hann bæði á stærðinni sem og að hann klæddist bandaríska Ólympíujakkanum sínum. Klete Keller er 198 sentimetrar á hæð og því oft auðþekkjanlegur á hæð sinni. Klete Keller var líka búinn að taka niður grænu grímuna sína og andlit hans sást því vel í þessu myndbandi. Keller hefur margoft sýnt stuðning sinn við Donald Trump á samfélagsmiðlum og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann styðji Trump. Keller er nú 38 ára gamall en hann fór á þrjá Ólympíuleika og vann verðlaun á þeim öllum. Hann vann gullverðlaun á leikunum í Aþenu 2004 og í Peking 2008 sem hluti af sveit Bandaríkjamanna í 4 x 200 metra boðsundi. Hann vann síðan silfur með sömu sveit á leikunum í Sydney 2000. Wow. Olympic swimmer Klete Keller is named as one of rioters at the Capitol. So many arrests around the country today including an OH school therapist. pic.twitter.com/txhg7RoTGO— Deborah Roberts (@DebRobertsABC) January 12, 2021 Keller var öflugur skriðssundsmaður en hann var tvö Ólympíubronsverðlaun í einstaklingsgreinum eða í 400 metra skriðsundi bæði í Sydney 2000 sem og í Aþenu 2004. Keller vann einnig tvenn gullverðlaun með boðsveit Bandaríkjamanna á heimsmeistaramóti í 50 metra laug og þá varð hann heimsmeistari í 200 metra skriðsundi á HM í 25 metra laug í Moskvu árið 2002. SwimSwam sagði fyrst frá því að Klete Keller hafi tekið þátt í innrásinni og miðilinn fékk það seinna staðfest að Keller hafi í framhaldinu misst vinnu sína hjá Hoff & Leigh í Colorado Springs. Fyrirtækið kom fyrst af fjöllum en seinna um daginn hafði það fjarlægt allt af miðlum þess um að Keller hafi einhvern tímann unnið þar. Sund Ólympíuleikar Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Klete Keller vann tvö Ólympíugull sem liðsfélagi Michael Phelps en í síðustu viku var hann einn af stuðningsmönnum Donalds Trump sem brutust inn í Þinghúsið í Washington DC. Myndband, sem blaðamaður hjá Townhall setti inn, virðist sýna það og sanna að umræddur Klete Keller hafi verið meðal óeirðaseggja Donalds Trump þennan afdrifaríka dag. An Olympic gold medalist, the swimmer Klete Keller, was part of the pro-Trump mob that sieged the Capitol, former teammates and coaches who identified him said. If confirmed by the authorities, he may face federal charges. https://t.co/srEIG09vRP— The New York Times (@nytimes) January 12, 2021 Æfingafélagar hans og þjálfarar þekktu hann bæði á stærðinni sem og að hann klæddist bandaríska Ólympíujakkanum sínum. Klete Keller er 198 sentimetrar á hæð og því oft auðþekkjanlegur á hæð sinni. Klete Keller var líka búinn að taka niður grænu grímuna sína og andlit hans sást því vel í þessu myndbandi. Keller hefur margoft sýnt stuðning sinn við Donald Trump á samfélagsmiðlum og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann styðji Trump. Keller er nú 38 ára gamall en hann fór á þrjá Ólympíuleika og vann verðlaun á þeim öllum. Hann vann gullverðlaun á leikunum í Aþenu 2004 og í Peking 2008 sem hluti af sveit Bandaríkjamanna í 4 x 200 metra boðsundi. Hann vann síðan silfur með sömu sveit á leikunum í Sydney 2000. Wow. Olympic swimmer Klete Keller is named as one of rioters at the Capitol. So many arrests around the country today including an OH school therapist. pic.twitter.com/txhg7RoTGO— Deborah Roberts (@DebRobertsABC) January 12, 2021 Keller var öflugur skriðssundsmaður en hann var tvö Ólympíubronsverðlaun í einstaklingsgreinum eða í 400 metra skriðsundi bæði í Sydney 2000 sem og í Aþenu 2004. Keller vann einnig tvenn gullverðlaun með boðsveit Bandaríkjamanna á heimsmeistaramóti í 50 metra laug og þá varð hann heimsmeistari í 200 metra skriðsundi á HM í 25 metra laug í Moskvu árið 2002. SwimSwam sagði fyrst frá því að Klete Keller hafi tekið þátt í innrásinni og miðilinn fékk það seinna staðfest að Keller hafi í framhaldinu misst vinnu sína hjá Hoff & Leigh í Colorado Springs. Fyrirtækið kom fyrst af fjöllum en seinna um daginn hafði það fjarlægt allt af miðlum þess um að Keller hafi einhvern tímann unnið þar.
Sund Ólympíuleikar Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira