Körfubolti

Kefla­vík hafði betur í Kópa­vogi og Snæ­fell náði í sín fyrstu stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valur - Keflavík, Domino's kvenna. Veturinn 2019-2020. Körfubolti.
Valur - Keflavík, Domino's kvenna. Veturinn 2019-2020. Körfubolti.

Fjórða umferðin í Domino’s deild kvenna hélt áfram í kvöld. Í fyrsta leik dagsins unnu Haukar sigur á Fjölni en Keflavík vann svo sigur á Breiðabliki, 66-56, og Snæfell náði í sín fyrstu stig með sigri á KR, 87-75.

Breiðablik byrjaði af miklum krafti og var 21-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Keflavík náði aðeins að koma sér inn í leikinn í öðrum leikhlutanum. Staðan í hálfleik 40-36.

Áfram var jafnræði með liðunum í þriðja leikhlutanum en í fjórða leikhlutanum tóku þær keflvísku völdin og unnu að lokum leikinn með tíu stigum. Keflavík er með fjögur stig eftir tvo leiki, en liðið á inni leiki vegna frestaða leikja, en Breiðablik er án stiga eftir fjórar umferðir.

Daniela Wallen Morillo var sigahæst hjá Keflavík með nítján stig. Hún tók einnig ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði átta stig og tók níu fráköst.

Í liði Blika Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var stigahæst hjá Breiðabliki með tuttugu stig og tók hún einnig sex fráköst. Jessica Kay Loera var með níu stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar.

Alla tölfræðina úr leiknum má sjá hér.

Snæfell vann svo sigur á KR, 87-75, í leik liðanna sem voru án stiga fyrir leik kvöldsins. Snæfell því komið á blað en KR er enn án stiga eins og Breiðablik.

Staðan var jöfn 17-17 eftir fyrsta leikhlutann en Snæfell vann annan leikhlutann 33-17 og kom sér í góða stöðu fyrir hlé. KR minnkaði þó aðeins muninn í þriðja leikhlutanum en heimastúlkur héldu forystunni og unnu tólf stiga sigur.

Haiden Denise Palmer skoraði 25 stig fyrir Snæfell. Hún tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Anna Soffía Lárusdóttir gerði nítján stig og tók fjögur fráköst.

Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 29 stig og tók hún fimm fráköst. Eygló Kristín Óskarsdóttir gerði ellefu stig og tók ellefu fráköst.

Alla tölfræðina úr leiknum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×