Er ég kem heim í Búðardal Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. janúar 2021 07:00 Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Á einu augabragði fyrir nokkrum mánuðum breyttist heimsmyndin. Allt í einu varð ekkert mál að halda fjarfundi þar sem fjöldi fólks hittist, hvert við sitt skrifborð, í stað þess að koma saman í sama rými. En það leiðir líka af sér að fjöldi starfa krefjast þess ekki að vera unnin á ákveðnum stað. Þetta eru störf sem má vinna hvar sem er og hvenær sem er – til dæmis í Búðardal. Búðardalur er eini þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð, landbúnaðarhéraði sem geymir mikla sögu og er miðsvæðis mitt á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins og mitt á milli Snæfellsness og Norðurlands vestra. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar „óteljandi“ Breiðafjarðareyjar og þar eru fjölbreyttir útivistarmögluleikar. Svæðið er jafnframt óplægður akur tækifæra í ýmis konar ferðaþjónustu. Á síðasta ári var byggt nýtt fimm íbúða raðhús í Búðardal og á þessu ári ætlar leigufélagið Bríet að standa fyrir byggingu tveggja íbúða í Búðardal. Sveitarfélagið vinnur að því að koma ónýttu húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í betri nýtingu – t.d. sem frumkvöðlasetur og vinnuaðstöðu fyrir fólk sem stundar fjarvinnu og vill komast dag og dag á fastan punkt. Þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjölbreyttar umræður. Ég nefndi söguna hér framar en fjölmargar af Íslendingasögunum rekja sig á einhvern hátt í Dalina. Fyrir tæpu ári síðan var Vínlandssetur opnað í Búðardal. Fyrsti búnaðarskóli landsins var í Ólafsdal og þar er Minjavernd með mikla uppbyggingu um þessar mundir. Vissir þú að fyrsta prentsmiðja landsins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey? Það er rými fyrir fjölbreytta atvinnu nú sem þá. Í Búðardal eru lausar iðnaðarlóðir fyrir meðalstór fyrirtæki ef eigendur fyrirtækja eru að leita að nýjum stað til að byggja starfsemi sína upp til komandi framtíðar. Þegar okkur hefur tekist að kveða kórónuveiruna í kútinn, fer fólk að hugsa sér til hreyfings á nýjan leik. Eflaust sjá margir tækifæri í því að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru- og útivistarmöguleika. Ef þú ert í þannig hugleiðingum þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost – hver veit nema það muni verða veislunni margt í. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar og er sauðfjárbóndi í Ásgarði (táin á stígvélinu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Á einu augabragði fyrir nokkrum mánuðum breyttist heimsmyndin. Allt í einu varð ekkert mál að halda fjarfundi þar sem fjöldi fólks hittist, hvert við sitt skrifborð, í stað þess að koma saman í sama rými. En það leiðir líka af sér að fjöldi starfa krefjast þess ekki að vera unnin á ákveðnum stað. Þetta eru störf sem má vinna hvar sem er og hvenær sem er – til dæmis í Búðardal. Búðardalur er eini þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð, landbúnaðarhéraði sem geymir mikla sögu og er miðsvæðis mitt á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins og mitt á milli Snæfellsness og Norðurlands vestra. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar „óteljandi“ Breiðafjarðareyjar og þar eru fjölbreyttir útivistarmögluleikar. Svæðið er jafnframt óplægður akur tækifæra í ýmis konar ferðaþjónustu. Á síðasta ári var byggt nýtt fimm íbúða raðhús í Búðardal og á þessu ári ætlar leigufélagið Bríet að standa fyrir byggingu tveggja íbúða í Búðardal. Sveitarfélagið vinnur að því að koma ónýttu húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í betri nýtingu – t.d. sem frumkvöðlasetur og vinnuaðstöðu fyrir fólk sem stundar fjarvinnu og vill komast dag og dag á fastan punkt. Þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjölbreyttar umræður. Ég nefndi söguna hér framar en fjölmargar af Íslendingasögunum rekja sig á einhvern hátt í Dalina. Fyrir tæpu ári síðan var Vínlandssetur opnað í Búðardal. Fyrsti búnaðarskóli landsins var í Ólafsdal og þar er Minjavernd með mikla uppbyggingu um þessar mundir. Vissir þú að fyrsta prentsmiðja landsins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey? Það er rými fyrir fjölbreytta atvinnu nú sem þá. Í Búðardal eru lausar iðnaðarlóðir fyrir meðalstór fyrirtæki ef eigendur fyrirtækja eru að leita að nýjum stað til að byggja starfsemi sína upp til komandi framtíðar. Þegar okkur hefur tekist að kveða kórónuveiruna í kútinn, fer fólk að hugsa sér til hreyfings á nýjan leik. Eflaust sjá margir tækifæri í því að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru- og útivistarmöguleika. Ef þú ert í þannig hugleiðingum þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost – hver veit nema það muni verða veislunni margt í. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar og er sauðfjárbóndi í Ásgarði (táin á stígvélinu)
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar