Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 23:34 Íbúar Wuhan á ferð og flugi. Nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum í borginni. AP/Ng Han Guan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. Vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Rúmt ár er síðan veiran greindist fyrst í mönnum. Sjá einnig: Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína Meðlimir ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hafa beint spjótum sínum að Kína vegna faraldursins en Bandaríkin hafa komið hvað verst út vegna hans. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins sem tæplega tvær milljónir manna hafa dáið vegna, og hafa gefið í skyn að veiran hafi í raun borist til Kína erlendis frá. Þá eru ráðamenn í Kína sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína eru sagðir hafa orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Alls lentu þrettán vísindamenn í Wuhan í morgun og verða þeir í fjórtán daga sóttkví, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á þeim tíma munu þeir hefja vinnu sína í gegnum fjarfundabúnað og kínverska vísindamenn. AP hefur eftir opinberum talsmanni að vísindamenn WHO muni „deila skoðunum sínum“ með kínverskum vísindamönnum en hann mun ekkert hafa sagt um það hvort þeir fengju að taka sýni eða safna vísbendingum á annan hátt. Yfirvöld í Kína hleyptu vísindamönnum frá WHO inn í landið í júlí en þeir voru skikkaðir í fjórtán daga sóttkví og var meinað að fara til Wuhan. Samkvæmt New York Times óttast sérfræðingar að niðurstaðan verði svipuð aftur. Pólitík muni koma í veg fyrir raunverulega rannsókn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Rúmt ár er síðan veiran greindist fyrst í mönnum. Sjá einnig: Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína Meðlimir ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hafa beint spjótum sínum að Kína vegna faraldursins en Bandaríkin hafa komið hvað verst út vegna hans. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins sem tæplega tvær milljónir manna hafa dáið vegna, og hafa gefið í skyn að veiran hafi í raun borist til Kína erlendis frá. Þá eru ráðamenn í Kína sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína eru sagðir hafa orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Alls lentu þrettán vísindamenn í Wuhan í morgun og verða þeir í fjórtán daga sóttkví, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á þeim tíma munu þeir hefja vinnu sína í gegnum fjarfundabúnað og kínverska vísindamenn. AP hefur eftir opinberum talsmanni að vísindamenn WHO muni „deila skoðunum sínum“ með kínverskum vísindamönnum en hann mun ekkert hafa sagt um það hvort þeir fengju að taka sýni eða safna vísbendingum á annan hátt. Yfirvöld í Kína hleyptu vísindamönnum frá WHO inn í landið í júlí en þeir voru skikkaðir í fjórtán daga sóttkví og var meinað að fara til Wuhan. Samkvæmt New York Times óttast sérfræðingar að niðurstaðan verði svipuð aftur. Pólitík muni koma í veg fyrir raunverulega rannsókn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent