Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. janúar 2021 12:05 Sylwia og Guðmundur Felix. Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. „Ég talaði við hann í fyrsta skipti í morgun eftir aðgerðina. Hann hefur það mjög, mjög gott og var ótrúlega bjartsýnn og jákvæður,“ segir Sylwia í samtali við fréttastofu. Draumurinn rættist sléttum 23 árum síðar Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Draumurinn rættist svo loks þegar hann fór í fimmtán klukkustunda aðgerð í Lyon í Frakklandi í fyrradag, 13. janúar, nánast sléttum 23 árum eftir slysið, sem varð þann 12. janúar 1998. „Ég er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Felix segist vera einstaklega þakklátur öllum þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslendingum og segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir íslensku þjóðanna,“ segir hún. Táknrænn dagur Sylwia nefnir að dagurinn hafi ekki síður verið táknrænn. „Við höfðum allan tímann trú á að aðgerðin mundi ganga vel. Við hugsuðum aldrei hvað ef. En okkur þótti dagsetningin líka ótrúleg, að aðgerðin skuli hafa verið nánast sama dag og slysið varð.“ Hún segir það hafa verið óvænta ánægju að fá að sjá myndir af handleggjunum. „Þær líta mjög vel út,“ segir Sylwia. Aðspurð segist hún sjálf hafa það gott. Biðin eftir aðgerðinni hafi vissulega reynst erfið, og að þau hafi oft orðið pirruð og óþolinmóð en alltaf haldið í vonina. Hún segir mikla endurhæfingu fram undan en að aðgerðin muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Þau séu staðráðin í að takast á við verkefnið í sameiningu, með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Frakkland Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Ég talaði við hann í fyrsta skipti í morgun eftir aðgerðina. Hann hefur það mjög, mjög gott og var ótrúlega bjartsýnn og jákvæður,“ segir Sylwia í samtali við fréttastofu. Draumurinn rættist sléttum 23 árum síðar Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Draumurinn rættist svo loks þegar hann fór í fimmtán klukkustunda aðgerð í Lyon í Frakklandi í fyrradag, 13. janúar, nánast sléttum 23 árum eftir slysið, sem varð þann 12. janúar 1998. „Ég er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Felix segist vera einstaklega þakklátur öllum þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslendingum og segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir íslensku þjóðanna,“ segir hún. Táknrænn dagur Sylwia nefnir að dagurinn hafi ekki síður verið táknrænn. „Við höfðum allan tímann trú á að aðgerðin mundi ganga vel. Við hugsuðum aldrei hvað ef. En okkur þótti dagsetningin líka ótrúleg, að aðgerðin skuli hafa verið nánast sama dag og slysið varð.“ Hún segir það hafa verið óvænta ánægju að fá að sjá myndir af handleggjunum. „Þær líta mjög vel út,“ segir Sylwia. Aðspurð segist hún sjálf hafa það gott. Biðin eftir aðgerðinni hafi vissulega reynst erfið, og að þau hafi oft orðið pirruð og óþolinmóð en alltaf haldið í vonina. Hún segir mikla endurhæfingu fram undan en að aðgerðin muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Þau séu staðráðin í að takast á við verkefnið í sameiningu, með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi.
Frakkland Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira