Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. janúar 2021 12:05 Sylwia og Guðmundur Felix. Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. „Ég talaði við hann í fyrsta skipti í morgun eftir aðgerðina. Hann hefur það mjög, mjög gott og var ótrúlega bjartsýnn og jákvæður,“ segir Sylwia í samtali við fréttastofu. Draumurinn rættist sléttum 23 árum síðar Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Draumurinn rættist svo loks þegar hann fór í fimmtán klukkustunda aðgerð í Lyon í Frakklandi í fyrradag, 13. janúar, nánast sléttum 23 árum eftir slysið, sem varð þann 12. janúar 1998. „Ég er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Felix segist vera einstaklega þakklátur öllum þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslendingum og segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir íslensku þjóðanna,“ segir hún. Táknrænn dagur Sylwia nefnir að dagurinn hafi ekki síður verið táknrænn. „Við höfðum allan tímann trú á að aðgerðin mundi ganga vel. Við hugsuðum aldrei hvað ef. En okkur þótti dagsetningin líka ótrúleg, að aðgerðin skuli hafa verið nánast sama dag og slysið varð.“ Hún segir það hafa verið óvænta ánægju að fá að sjá myndir af handleggjunum. „Þær líta mjög vel út,“ segir Sylwia. Aðspurð segist hún sjálf hafa það gott. Biðin eftir aðgerðinni hafi vissulega reynst erfið, og að þau hafi oft orðið pirruð og óþolinmóð en alltaf haldið í vonina. Hún segir mikla endurhæfingu fram undan en að aðgerðin muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Þau séu staðráðin í að takast á við verkefnið í sameiningu, með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Frakkland Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Ég talaði við hann í fyrsta skipti í morgun eftir aðgerðina. Hann hefur það mjög, mjög gott og var ótrúlega bjartsýnn og jákvæður,“ segir Sylwia í samtali við fréttastofu. Draumurinn rættist sléttum 23 árum síðar Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Draumurinn rættist svo loks þegar hann fór í fimmtán klukkustunda aðgerð í Lyon í Frakklandi í fyrradag, 13. janúar, nánast sléttum 23 árum eftir slysið, sem varð þann 12. janúar 1998. „Ég er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Felix segist vera einstaklega þakklátur öllum þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslendingum og segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir íslensku þjóðanna,“ segir hún. Táknrænn dagur Sylwia nefnir að dagurinn hafi ekki síður verið táknrænn. „Við höfðum allan tímann trú á að aðgerðin mundi ganga vel. Við hugsuðum aldrei hvað ef. En okkur þótti dagsetningin líka ótrúleg, að aðgerðin skuli hafa verið nánast sama dag og slysið varð.“ Hún segir það hafa verið óvænta ánægju að fá að sjá myndir af handleggjunum. „Þær líta mjög vel út,“ segir Sylwia. Aðspurð segist hún sjálf hafa það gott. Biðin eftir aðgerðinni hafi vissulega reynst erfið, og að þau hafi oft orðið pirruð og óþolinmóð en alltaf haldið í vonina. Hún segir mikla endurhæfingu fram undan en að aðgerðin muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Þau séu staðráðin í að takast á við verkefnið í sameiningu, með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi.
Frakkland Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira