Banki fyrir fólk en ekki fjármagn Drífa Snædal skrifar 15. janúar 2021 15:01 Það er augljóst að nú á að keyra í gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er víst „ákall“ eftir því. Ekki er ljóst hvaðan ákallið kemur en geta má nærri að það sé frá væntanlegum kaupendum því ekki kemur það frá almenningi, svo mikið er víst. Könnun eftir könnun hefur sýnt lítinn stuðning við söluna, enda hefur traust eftir síðustu bankasölu og hruns í kjölfarið ekki verið endurheimt. Kjarni málsins er sá að það er verið að taka hlut sem er í eigu okkar allra og selja hann til fárra. Fyrir slíku þurfa að vera góð rök en einu rökin virðast vera hugmyndafræðileg, þ.e. að ríkið (við) eigi ekki að eiga banka. Það hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt vandamál síðustu 12 árin og ágætt að rifja upp af hverju bankarnir komust aftur í ríkiseigu. Tillaga um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka gefur hins vegar gullið tækifæri til að ræða bankastarfsemi á Íslandi og dusta rykið af þeirri hugmynd að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka. Slíkt form byggir á þeirri róttæku hugmynd að fjármálastofnanir vinni í þágu almennings en ekki fjármagnseigenda. Að bankar þurfi ekki endilega að skila gróða, geti verið í almannaeigu og stuðlað að samfélagslega mikilvægum verkefnum. Að einhverju leyti þekkjum við þessa hugmyndafræði í gegnum sparisjóðakerfið eins og það var hugsað í upphafi. Síðustu áratugir hafa hins vegar verið undirlagðir af ofurtrú á að gróðasjónarmið eigi að ráða för í fjármálastarfsemi og að „“fé án hirðis”“ sé skaðlegt. Við höfum eitt stykki bankahrun til að læra af og lexían er þessi: Það er ekki þjóðinni í hag að taka sameiginlegar eignir hennar og setja í hendur fjármagnseigenda. Bankarnir eru ekki endilega betur settir í einkaeigu. Ef á að breyta eignarhaldi á bönkunum skulum við fyrst tryggja það að fólk geti valið viðskipti við banka í almannaeigu, rekinn á forsendum almennings og til hagsbóta fyrir okkur öll. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Salan á Íslandsbanka Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að nú á að keyra í gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er víst „ákall“ eftir því. Ekki er ljóst hvaðan ákallið kemur en geta má nærri að það sé frá væntanlegum kaupendum því ekki kemur það frá almenningi, svo mikið er víst. Könnun eftir könnun hefur sýnt lítinn stuðning við söluna, enda hefur traust eftir síðustu bankasölu og hruns í kjölfarið ekki verið endurheimt. Kjarni málsins er sá að það er verið að taka hlut sem er í eigu okkar allra og selja hann til fárra. Fyrir slíku þurfa að vera góð rök en einu rökin virðast vera hugmyndafræðileg, þ.e. að ríkið (við) eigi ekki að eiga banka. Það hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt vandamál síðustu 12 árin og ágætt að rifja upp af hverju bankarnir komust aftur í ríkiseigu. Tillaga um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka gefur hins vegar gullið tækifæri til að ræða bankastarfsemi á Íslandi og dusta rykið af þeirri hugmynd að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka. Slíkt form byggir á þeirri róttæku hugmynd að fjármálastofnanir vinni í þágu almennings en ekki fjármagnseigenda. Að bankar þurfi ekki endilega að skila gróða, geti verið í almannaeigu og stuðlað að samfélagslega mikilvægum verkefnum. Að einhverju leyti þekkjum við þessa hugmyndafræði í gegnum sparisjóðakerfið eins og það var hugsað í upphafi. Síðustu áratugir hafa hins vegar verið undirlagðir af ofurtrú á að gróðasjónarmið eigi að ráða för í fjármálastarfsemi og að „“fé án hirðis”“ sé skaðlegt. Við höfum eitt stykki bankahrun til að læra af og lexían er þessi: Það er ekki þjóðinni í hag að taka sameiginlegar eignir hennar og setja í hendur fjármagnseigenda. Bankarnir eru ekki endilega betur settir í einkaeigu. Ef á að breyta eignarhaldi á bönkunum skulum við fyrst tryggja það að fólk geti valið viðskipti við banka í almannaeigu, rekinn á forsendum almennings og til hagsbóta fyrir okkur öll. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun