Fótbolti

Úr Vestur­bænum í Kópa­vog

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björk mun verja mark HK næsta sumar.
Björk mun verja mark HK næsta sumar. HK.is

Markvörðurinn Björk Björnsdóttir hefur fært sig um set og mun leika með nýliðum HK í Lengjudeild kvenna næsta sumar.

HK fór upp úr 2. deild kvenna og mun leika í Lengjudeildinni á komandi leiktíð. Félagið hefur verið að styrkja sig og til að mynda ráið Jakob Leó Bjarnason sem þjálfara. Nú hefur liðið sótt Björk úr Vesturbænum.

Björk lék lengi vel við HK/Víking en hún hefur einnig leikið með Fylki í efstu deild hér á landi sem og með Avaldsnes í Noregi.

„Björk er mjög góður markvörður með mikla reynslu sem á eftir að nýtast okkar unga og efnilega hópi ómetanleg innan sem utan vallar. Hún er mikill leiðtogi og ekki síður góður markvörður. Okkur hlakkar virkilega til að vinna með henni í komandi verkefnum en hún hefur verið frá í nokkurn tíma. Við væntum mikils af henni á komandi tímabili,“ sagði Jakob Leó á vefsíðu HK um nýjasta leikmann liðsins.

Ester Lilja Harðardóttir hefur einnig samið við HK en hún lék síðast með Þrótti Reykjavík. Hún er sem stendur í háskólanámi í Bandaríkjunum en gengur til liðs við HK í vor.

Björk Björnsdóttir er gengin í raðir HK Björk hefur gríðarlega mikla reynslu sem leikmaður og á eftir að hjálpa ungu...

Posted by HK Fótbolti on Friday, January 15, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×