Tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 19:36 Stella Sigurðardóttir verður í leikmannahópi Fram er Olís-deild kvenna fer aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Stella er ef til vill ryðgaðri en aðrir leikmenn liðsins þar sem hún hefur ekki leikið handbolta síðan tímabilið 2013-2014. Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32
Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33