Af hverju er Orka náttúrunnar í orkuskiptum? Hafrún Þorvaldsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:25 Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka. Það er því afar spennandi að taka þátt í því þjóðþrifaverkefni að koma rafmagninu í aukna umferð. Sem Íslendingur þá finnst mér orkuskipti í samgöngum vera eitt það mikilvægasta verkefni sem við stöndum í þessi misserin. Með ábyrgri nýtingu auðlindanna getum við orðið okkar eigin herrar með okkar eigin sjálfbæru og umhverfisvænu auðlindir sem knýja samgöngur. Er Ísland kjörið fyrir rafbíla? Stutta svarið er já. Það er passlega stórt á þann hátt að hér hefur tekist að koma upp innviðum fyrir rafbíla allan hringinn. En betur má ef duga skal og nú stendur ON einmitt í stórræðum við að efla og bæta hleðslunetið víða um land, en sú uppbyggingin hófst einmitt árið 2014. Þá tók ON að sér að leiða þetta stóra verkefni með það að leiðarljósi að efla nýtingu innlendrar endurnýjanlegrar orku, þ.e. raforkunnar og einnig selja meira rafmagn. Aukin drægni kallar á öðruvísi uppbyggingu ON hóf innviðauppbyggingu hleðslunetsins við höfuðstöðvar félagsins í mars 2014 og hefur síðan þá komið upp um 46 hraðhleðslum vítt og breitt um landið. Við opnuðum einmitt hringinn við Mývatn á vordögum árið 2018 þar sem markmiðið var að vekja máls á því að rafbílar væru komnir til að vera fyrir alla landsmenn hvar sem þeir búa. Hraðhleðslur ON hafa til þessa verið settar upp með um 100km millibili á hringveginum og reyndar víða utan hans, með það að leiðarljósi að fólk komist leiðar sinnar á alla helstu áfangastaði landsins þar sem margir af fyrstu rafbílunum höfðu ekki nema rúmlega eða í kringum 100km drægni. Verkefnið var og er ærið því það er þetta með hænuna og eggið, það þarf fyrst og fremst hraðhleðslur til þess að fólk fái sér rafbíla. Fólk þarf að hafa trú á því að það komist hringinn í kringum landið á rafbílnum sínum jafnvel þó að það fari ekki nema eina til tvær ferðir út á land á ári. Markaðurinn hefur samt þroskast mikið. Áður var áherslan á að setja hleðslur niður með stuttu millibili og tryggja uppitíma þeirra. Með nýjustu gerðum rafbíla getum við auðveldlega keyrt alla leið til Akureyrar án þess að stoppa þar sem drægnin er orðin það mikil. Þetta gerir það að verkum að hleðslunetið getur þróast í takt við markaðinn. Nýjar og bættar hleðslur í farvatninu ON fékk úthlutað tveimur styrkjum frá Orkusjóði síðla árs 2019 til að halda vegferðinni áfram. Hleðslunetið verður því eflt enn frekar með nýjustu og öflugustu gerð hraðhleðsla með enn hraðari hleðslutíma. Styrkirnir tveir sem ON fékk frá Orkusjóði voru báðir ætlaðir til að efla núverandi hleðslunet ON og auka áreiðanleika þess, aðgengi og stytta biðtíma með því að fjölga tengimöguleikum fyrir rafbíla um allt land. Styrkurinn fólst annars vegar í 17 nýjum hraðhleðslum á 10 staðsetningum og einnig í 20 minni hleðslum við hótel og gististaði víða um land. Áætlaður uppsetningartími var rúmlega tvö ár. Árið 2020 byrjaði vel og voru settar upp 6 nýjar hraðhleðslur, þrjár í Reykjavík, ein á Akureyri, ein í Varmahlíð og nú síðast ein í Víðigerði, en stefnt er að því að klára allar nýju staðsetningarnar á árinu 2021. Í þessu ferli munum við endurskoða núverandi kerfi og bæta samnýtingu fyrri 50kW hraðhleðsla og sameina með nýjum uppsetningum. Sum staðar verður tengjum fjölgað, og/eða aflið aukið, en annars staðar munum við setja upp nýjar hraðhleðslur á nýjum stöðum. Bless brunabíll Markaðurinn er að breytast hratt og fjölmargir nýir rafbílar eru væntanlegir á árinu 2021. Við fundum það í kringum opinn viðburð sem Orkuveita Reykjavíkur hélt í síðustu viku undir slagorðinu, Hljóðláta byltingin er hafin, að áhugi fólks á rafbílavæðingunni og orkuskiptunum er mikill. ON ætlar að nýta þekkingu sína og reynslu í að gera fólki auðveldara að taka skrefið – kveðja brunabílinn og skipta yfir í rafmagn. Höfundur er verkefnastjóri hleðslunets ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bílar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka. Það er því afar spennandi að taka þátt í því þjóðþrifaverkefni að koma rafmagninu í aukna umferð. Sem Íslendingur þá finnst mér orkuskipti í samgöngum vera eitt það mikilvægasta verkefni sem við stöndum í þessi misserin. Með ábyrgri nýtingu auðlindanna getum við orðið okkar eigin herrar með okkar eigin sjálfbæru og umhverfisvænu auðlindir sem knýja samgöngur. Er Ísland kjörið fyrir rafbíla? Stutta svarið er já. Það er passlega stórt á þann hátt að hér hefur tekist að koma upp innviðum fyrir rafbíla allan hringinn. En betur má ef duga skal og nú stendur ON einmitt í stórræðum við að efla og bæta hleðslunetið víða um land, en sú uppbyggingin hófst einmitt árið 2014. Þá tók ON að sér að leiða þetta stóra verkefni með það að leiðarljósi að efla nýtingu innlendrar endurnýjanlegrar orku, þ.e. raforkunnar og einnig selja meira rafmagn. Aukin drægni kallar á öðruvísi uppbyggingu ON hóf innviðauppbyggingu hleðslunetsins við höfuðstöðvar félagsins í mars 2014 og hefur síðan þá komið upp um 46 hraðhleðslum vítt og breitt um landið. Við opnuðum einmitt hringinn við Mývatn á vordögum árið 2018 þar sem markmiðið var að vekja máls á því að rafbílar væru komnir til að vera fyrir alla landsmenn hvar sem þeir búa. Hraðhleðslur ON hafa til þessa verið settar upp með um 100km millibili á hringveginum og reyndar víða utan hans, með það að leiðarljósi að fólk komist leiðar sinnar á alla helstu áfangastaði landsins þar sem margir af fyrstu rafbílunum höfðu ekki nema rúmlega eða í kringum 100km drægni. Verkefnið var og er ærið því það er þetta með hænuna og eggið, það þarf fyrst og fremst hraðhleðslur til þess að fólk fái sér rafbíla. Fólk þarf að hafa trú á því að það komist hringinn í kringum landið á rafbílnum sínum jafnvel þó að það fari ekki nema eina til tvær ferðir út á land á ári. Markaðurinn hefur samt þroskast mikið. Áður var áherslan á að setja hleðslur niður með stuttu millibili og tryggja uppitíma þeirra. Með nýjustu gerðum rafbíla getum við auðveldlega keyrt alla leið til Akureyrar án þess að stoppa þar sem drægnin er orðin það mikil. Þetta gerir það að verkum að hleðslunetið getur þróast í takt við markaðinn. Nýjar og bættar hleðslur í farvatninu ON fékk úthlutað tveimur styrkjum frá Orkusjóði síðla árs 2019 til að halda vegferðinni áfram. Hleðslunetið verður því eflt enn frekar með nýjustu og öflugustu gerð hraðhleðsla með enn hraðari hleðslutíma. Styrkirnir tveir sem ON fékk frá Orkusjóði voru báðir ætlaðir til að efla núverandi hleðslunet ON og auka áreiðanleika þess, aðgengi og stytta biðtíma með því að fjölga tengimöguleikum fyrir rafbíla um allt land. Styrkurinn fólst annars vegar í 17 nýjum hraðhleðslum á 10 staðsetningum og einnig í 20 minni hleðslum við hótel og gististaði víða um land. Áætlaður uppsetningartími var rúmlega tvö ár. Árið 2020 byrjaði vel og voru settar upp 6 nýjar hraðhleðslur, þrjár í Reykjavík, ein á Akureyri, ein í Varmahlíð og nú síðast ein í Víðigerði, en stefnt er að því að klára allar nýju staðsetningarnar á árinu 2021. Í þessu ferli munum við endurskoða núverandi kerfi og bæta samnýtingu fyrri 50kW hraðhleðsla og sameina með nýjum uppsetningum. Sum staðar verður tengjum fjölgað, og/eða aflið aukið, en annars staðar munum við setja upp nýjar hraðhleðslur á nýjum stöðum. Bless brunabíll Markaðurinn er að breytast hratt og fjölmargir nýir rafbílar eru væntanlegir á árinu 2021. Við fundum það í kringum opinn viðburð sem Orkuveita Reykjavíkur hélt í síðustu viku undir slagorðinu, Hljóðláta byltingin er hafin, að áhugi fólks á rafbílavæðingunni og orkuskiptunum er mikill. ON ætlar að nýta þekkingu sína og reynslu í að gera fólki auðveldara að taka skrefið – kveðja brunabílinn og skipta yfir í rafmagn. Höfundur er verkefnastjóri hleðslunets ON
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar