Tillögu um móttöku flóttabarna drepið á dreif – „Á meðan deyja börn á Lesbos“ Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 19. janúar 2021 18:00 Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun