Fatlaðar konur festist í ofbeldisfullum aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 21:00 Talið er að um þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Dæmi eru um aðtekin séu þeim hjálpartækin þannig að þær komist ekki burt úr ofbeldisfullum aðstæðum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda. Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda.
Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira