Hvað er raunveruleg menntun? Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 07:30 Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar fyrir börnin okkar. Í íslensku skólakerfi er að finna fjöldan allan að frábærum fagmönnum sem leggja sig alla fram um að sinna börnunum okkar. Víða er verið að vinna frábært starf. Engu að síður finnst mér of mikil streita einkenna kerfið. Mörg börn fara í gegnum kerfið án þess að missa gleðina sína en við erum líka með börn sem missa gleðina sína á leiðinni. Hvað verður um barn sem tapar gleðinni sinni? Það er líklegt að vegurinn verði grýttur. Það er svo gríðar mikilvægt að fagna og mæta hverjum einstaklingi nákvæmlega eins og hann er. Leyfa honum að fara sinn farveg og efla hæfileika hans og getu. Ég spyr mig stundum hvort núverandi skólakerfi okkar sé of einhæft. Hvort mögulegt sé að við séum að setja börnin okkar í of fá box eða hafa við of fáa reiti. Ég veit það er auðvelt að gagnrýna og erfiðara að framkvæma. En ég held við þurfum að fara að fagna fleiri hæfileikum og setja fleira en örfá námsfög á hærri stall. Hvernig væri að sá sem væri handlaginn og sterkur í smíði finndi að framlag hans væri jafn vel metið og hátt skór í íslensku? Hvernig væri að leyfa þeim sem sýnir afburðartakta í íþrótt en ætti erfitt með stæðfræði að læra stærðfræði gegnum íþrótt sína og áhugasvið? Hvernig væri að leyfa þeim sem hefur mikla orku og á erfitt með að vera kyrr að lesa bækur sínar upp í trjám og læra úti? Mætti hætta að hafa áhyggjur af því þó barn sé hæglæst í 2.bekk - treysta því að það fari þetta á sínum hraða og í takt við sinn þroska? Ég held við þurfum að fara að treysta börnunum betur og þeirra vegferð. Þau eruá misjöfnum stað á mismunandi hraða en öll á leið í sömu átt. Hættum jafnframt að blekkja okkur á því að á Íslandi sé einstaklingsmiðað skólakerfi. Ef við ætlumst til að öll börn borði skyr þá verður að leyfa þeim að gera það á sinn hátt. Af mismunandi skálum með mismunandi meðlæti og mismunandi bragði. Treystum þeim svo fyrir því að finna út hvenær þau eru södd. Það er erfitt að mæla menntun. Verðmætasta menntunin er að barn tapi ekki gleði sinni og fari út í lífið með opið hjarta. Fyrir mér er raunveruleg menntun lífshamingja. Höfundur er grunnskólakennari og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar fyrir börnin okkar. Í íslensku skólakerfi er að finna fjöldan allan að frábærum fagmönnum sem leggja sig alla fram um að sinna börnunum okkar. Víða er verið að vinna frábært starf. Engu að síður finnst mér of mikil streita einkenna kerfið. Mörg börn fara í gegnum kerfið án þess að missa gleðina sína en við erum líka með börn sem missa gleðina sína á leiðinni. Hvað verður um barn sem tapar gleðinni sinni? Það er líklegt að vegurinn verði grýttur. Það er svo gríðar mikilvægt að fagna og mæta hverjum einstaklingi nákvæmlega eins og hann er. Leyfa honum að fara sinn farveg og efla hæfileika hans og getu. Ég spyr mig stundum hvort núverandi skólakerfi okkar sé of einhæft. Hvort mögulegt sé að við séum að setja börnin okkar í of fá box eða hafa við of fáa reiti. Ég veit það er auðvelt að gagnrýna og erfiðara að framkvæma. En ég held við þurfum að fara að fagna fleiri hæfileikum og setja fleira en örfá námsfög á hærri stall. Hvernig væri að sá sem væri handlaginn og sterkur í smíði finndi að framlag hans væri jafn vel metið og hátt skór í íslensku? Hvernig væri að leyfa þeim sem sýnir afburðartakta í íþrótt en ætti erfitt með stæðfræði að læra stærðfræði gegnum íþrótt sína og áhugasvið? Hvernig væri að leyfa þeim sem hefur mikla orku og á erfitt með að vera kyrr að lesa bækur sínar upp í trjám og læra úti? Mætti hætta að hafa áhyggjur af því þó barn sé hæglæst í 2.bekk - treysta því að það fari þetta á sínum hraða og í takt við sinn þroska? Ég held við þurfum að fara að treysta börnunum betur og þeirra vegferð. Þau eruá misjöfnum stað á mismunandi hraða en öll á leið í sömu átt. Hættum jafnframt að blekkja okkur á því að á Íslandi sé einstaklingsmiðað skólakerfi. Ef við ætlumst til að öll börn borði skyr þá verður að leyfa þeim að gera það á sinn hátt. Af mismunandi skálum með mismunandi meðlæti og mismunandi bragði. Treystum þeim svo fyrir því að finna út hvenær þau eru södd. Það er erfitt að mæla menntun. Verðmætasta menntunin er að barn tapi ekki gleði sinni og fari út í lífið með opið hjarta. Fyrir mér er raunveruleg menntun lífshamingja. Höfundur er grunnskólakennari og fjögurra barna móðir.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun