Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 09:03 Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs HÍ (t.h.), segir að mest tjón hafi orðið á Gimli og Háskólatorgi. Mynd innan úr síðarnefndu byggingunni sést til vinstri. Samsett/Arnar/HÍ Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fimm byggingar háskólans hefðu orðið fyrir tjóni þegar vatnsleiðsla sprakk ofan við Suðurgötu. „Og sumar alveg gríðarlegu tjóni,“ bætti Kristinn við. „Úr þessu kom gríðarlegur vatnsflaumur sem flæddi inn í margar byggingar hérna. Allt frá aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og inn í Árnagarð. Mest tjónið er inni á Háskólatorgi og Gimli,“ sagði Kristinn. Vatnsmagnið hefði verið „ótrúlegt“ en fram hefur komið að 500 lítrar af vatni streymdu inn í byggingarnar á sekúndu – í 75 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Arnari Halldórssyni tökumanni frá vettvangi í Háskóla Íslands í morgun. Þá sagði Kristinn aðspurður að innréttingar og gólfefni í byggingunum væru líklega ónýt vegna lekans og nefndi einnig veggi og hurðir í því samhengi. „Það var það mikið vatn á einhverjum stöðum að hurðir sprungu. […] Það fóru kerfi og það flæddi inn í Gimli það hátt að það fór alveg upp í rafmagnstöflur og sló öllu út. Þannig að það er enn þá rafmagnslaust.“ Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í.Vísir/Arnar Þá sagði Kristinn að ágætlega hafi gengið að dæla vatninu út úr húsunum en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið við störf á háskólasvæðinu síðan í nótt. „Það gengur. Slökkviliðið kom að aðstoða okkur. Það er kannski klukkutími eða tveir eftir að dæla upp vatni,“ sagði Kristinn nú á níunda tímanum í morgun. Ljóst væri að talsverðan tíma tæki að koma öllu í samt horf á ný. „Svo tekur við að meta og byggja upp, lagfæra. Það er búið að vera myrkur og við sjáum ekki allt enn þá.“ Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna lekans. Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fimm byggingar háskólans hefðu orðið fyrir tjóni þegar vatnsleiðsla sprakk ofan við Suðurgötu. „Og sumar alveg gríðarlegu tjóni,“ bætti Kristinn við. „Úr þessu kom gríðarlegur vatnsflaumur sem flæddi inn í margar byggingar hérna. Allt frá aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og inn í Árnagarð. Mest tjónið er inni á Háskólatorgi og Gimli,“ sagði Kristinn. Vatnsmagnið hefði verið „ótrúlegt“ en fram hefur komið að 500 lítrar af vatni streymdu inn í byggingarnar á sekúndu – í 75 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Arnari Halldórssyni tökumanni frá vettvangi í Háskóla Íslands í morgun. Þá sagði Kristinn aðspurður að innréttingar og gólfefni í byggingunum væru líklega ónýt vegna lekans og nefndi einnig veggi og hurðir í því samhengi. „Það var það mikið vatn á einhverjum stöðum að hurðir sprungu. […] Það fóru kerfi og það flæddi inn í Gimli það hátt að það fór alveg upp í rafmagnstöflur og sló öllu út. Þannig að það er enn þá rafmagnslaust.“ Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í.Vísir/Arnar Þá sagði Kristinn að ágætlega hafi gengið að dæla vatninu út úr húsunum en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið við störf á háskólasvæðinu síðan í nótt. „Það gengur. Slökkviliðið kom að aðstoða okkur. Það er kannski klukkutími eða tveir eftir að dæla upp vatni,“ sagði Kristinn nú á níunda tímanum í morgun. Ljóst væri að talsverðan tíma tæki að koma öllu í samt horf á ný. „Svo tekur við að meta og byggja upp, lagfæra. Það er búið að vera myrkur og við sjáum ekki allt enn þá.“ Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna lekans.
Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57
Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38
Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26