Framfarir eða fullyrðingar? Þóra Björg Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2021 13:31 Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun