Leitaði í viskubrunn Óla Þórðar eftir áhuga Breiðabliks og Vals Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 19:16 Davíð Örn mun leika í grænu næsta sumar. Breiðablik „Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð Örn Atlason, nýjasti leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Honum stóð einnig til boða að fara til Íslandsmeistara Vals en tók endanlega ákvörðun eftir að hafa heyrt í sínum gamla lærimeistara, Ólafi Þórðarsyni. Davíð á að baki sex tímabil með Víkingum í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hann hefur verið einn besti bakvörður landsins síðustu ár og því ekki að undra að bæði Breiðablik og Valur skyldu sækjast eftir honum í vetur. „Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun. Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina, það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð við Vísi. Ólafur þjálfaði Davíð snemma á ferli þessa 26 ára gamla leikmanns og er í miklum metum hjá honum: „Ég hef nú ekki mikið heyrt í honum eftir að hann hætti hjá Víkingum á sínum tíma en þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá langaði mig að heyra í honum. Maður leitar til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs [þjálfara FH] um þetta,“ sagði Davíð léttur. En það hefði líklega þurft talsvert til fyrir Ólaf að telja Davíð hughvarft. Davíð segir að sér lítist alla vega mjög vel á allt græna hluta Kópavogsins: „Ég var í raun ákveðinn í að fara í Breiðablik eftir að ég hitti þjálfarann. Mér leist vel á það sem er í gangi hjá félaginu og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég held að ég passi vel þarna inn í hópinn,“ sagði Davíð. Verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt síðustu ár En hvað kom til að hann yfirgaf Víkinga? „Ég átti ár eftir af samningi við Víking en svo kom þessi áhugi upp á mér. Ég hafði hugsað með mér að ég myndi færa mig um set næsta haust þegar samningurinn væri búinn en þegar þessi áhugi kom upp þá fann ég að ég vildi breyta til. Ég hef verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í 2-3 ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú. En ég er mjög sáttur við það og þessa ákvörðun. Það hefur alls ekkert vantað upp á metnaðinn í Víkinni. Ég er klárlega að fara í Breiðablik til þess að berjast um titla en svo snýst þetta líka um það að ég var búinn að vera lengi í Víkingi. Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð sem ber sínum gömlu vinnuveitendum vel söguna: „Ég er mjög ánægður með hvernig Víkingarnir tækluðu þetta. Það skiptir mig miklu máli að skilja við félagið á góðum nótum, og sá skilningur sem ég hef mætt og hvernig þetta mál hefur verið unnið er til fyrirmyndar.“ Stend mig í grænu og þá er aldrei að vita hvað gerist Davíð er sem fyrr segir orðinn 26 ára en með hæfileika til að spila sem atvinnumaður og draumurinn um það lifir: „Það er alveg eitthvað sem að ég horfi enn til en ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekkert að yngjast. Ég held enn í von og ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá er ég alltaf tilbúinn að skoða það, en til þess að það gerist þarf maður að standa sig. Ég ætla að standa mig í grænu treyjunni og þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðablik hefur fest kaup a bakverðinum o fluga Davi ð Erni Atlasyni fra Vi kingi Reykjavi k. Davi ð O rn er 26...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Davíð á að baki sex tímabil með Víkingum í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hann hefur verið einn besti bakvörður landsins síðustu ár og því ekki að undra að bæði Breiðablik og Valur skyldu sækjast eftir honum í vetur. „Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun. Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina, það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð við Vísi. Ólafur þjálfaði Davíð snemma á ferli þessa 26 ára gamla leikmanns og er í miklum metum hjá honum: „Ég hef nú ekki mikið heyrt í honum eftir að hann hætti hjá Víkingum á sínum tíma en þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá langaði mig að heyra í honum. Maður leitar til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs [þjálfara FH] um þetta,“ sagði Davíð léttur. En það hefði líklega þurft talsvert til fyrir Ólaf að telja Davíð hughvarft. Davíð segir að sér lítist alla vega mjög vel á allt græna hluta Kópavogsins: „Ég var í raun ákveðinn í að fara í Breiðablik eftir að ég hitti þjálfarann. Mér leist vel á það sem er í gangi hjá félaginu og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég held að ég passi vel þarna inn í hópinn,“ sagði Davíð. Verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt síðustu ár En hvað kom til að hann yfirgaf Víkinga? „Ég átti ár eftir af samningi við Víking en svo kom þessi áhugi upp á mér. Ég hafði hugsað með mér að ég myndi færa mig um set næsta haust þegar samningurinn væri búinn en þegar þessi áhugi kom upp þá fann ég að ég vildi breyta til. Ég hef verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í 2-3 ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú. En ég er mjög sáttur við það og þessa ákvörðun. Það hefur alls ekkert vantað upp á metnaðinn í Víkinni. Ég er klárlega að fara í Breiðablik til þess að berjast um titla en svo snýst þetta líka um það að ég var búinn að vera lengi í Víkingi. Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð sem ber sínum gömlu vinnuveitendum vel söguna: „Ég er mjög ánægður með hvernig Víkingarnir tækluðu þetta. Það skiptir mig miklu máli að skilja við félagið á góðum nótum, og sá skilningur sem ég hef mætt og hvernig þetta mál hefur verið unnið er til fyrirmyndar.“ Stend mig í grænu og þá er aldrei að vita hvað gerist Davíð er sem fyrr segir orðinn 26 ára en með hæfileika til að spila sem atvinnumaður og draumurinn um það lifir: „Það er alveg eitthvað sem að ég horfi enn til en ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekkert að yngjast. Ég held enn í von og ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá er ég alltaf tilbúinn að skoða það, en til þess að það gerist þarf maður að standa sig. Ég ætla að standa mig í grænu treyjunni og þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðablik hefur fest kaup a bakverðinum o fluga Davi ð Erni Atlasyni fra Vi kingi Reykjavi k. Davi ð O rn er 26...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira