Tveir pappakassar, móttökustaður: óþekktur Ragnheiður Finnbogadóttir skrifar 23. janúar 2021 08:30 Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar