Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:08 Bólusetning er hafin í Noregi líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu og um heiminn. Þar líkt og annars staðar er þó beðið eftir meira bóluefni. EPA/BERIT ROALD/NORWAY OUT Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira