Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:08 Bólusetning er hafin í Noregi líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu og um heiminn. Þar líkt og annars staðar er þó beðið eftir meira bóluefni. EPA/BERIT ROALD/NORWAY OUT Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira