Matvörubúð opnuð á ný á Reykhólum fyrir páska Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2021 12:41 Frá Reykhólum. Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að matvöruverslun verði opnuð á ný á Reykhólum eigi síðar en 1. apríl. Þetta er tilkynnt eftir að stjórnvöld ákváðu að styrkja verslun á Reykhólum um 5,8 milljónir króna, en hún var ein þriggja verslana í strjálbýli sem hlutu sérstakan byggðastyrk í ár. Íbúar Reykhólahrepps hafa frá því í byrjun október í haust þurft að aka í hátt í klukkustund, annaðhvort til Hólmavíkur eða í Búðardal, til að kaupa nauðsynjavörur, eftir að rekstri Hólabúðar var hætt. Í frétt á heimasíðu Reykhólahrepps kemur fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við þau Helgu Guðmundsdóttur og Arnþór Sigurðsson, sem voru þau einu sem sóttu um þegar verslunarhúsnæðið var auglýst til leigu. Verslun og veitingastaður voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum. Rekstrinum var hætt í byrjun október í haust.Egill Aðalsteinsson „Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað,“ segir á Reykhólavefnum. „Eitt mál er þó óleyst, en það er íbúðarhúsnæði fyrir þau sjálf. Þau eru að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum eða næsta nágrenni.“ Byggðastofnun tilkynnti í vikunni að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefði staðfest tillögur nefndar um úthlutun samtals 12 milljóna króna til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Auk verslunar á Reykhólum hlaut Kauptún á Vopnafirði 5,2 milljóna króna styrk og Hríseyjarbúðin einnar milljóna króna styrk. „Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar,“ segir í frétt Byggðastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember um Reykhólabúðina: Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21 Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Íbúar Reykhólahrepps hafa frá því í byrjun október í haust þurft að aka í hátt í klukkustund, annaðhvort til Hólmavíkur eða í Búðardal, til að kaupa nauðsynjavörur, eftir að rekstri Hólabúðar var hætt. Í frétt á heimasíðu Reykhólahrepps kemur fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við þau Helgu Guðmundsdóttur og Arnþór Sigurðsson, sem voru þau einu sem sóttu um þegar verslunarhúsnæðið var auglýst til leigu. Verslun og veitingastaður voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum. Rekstrinum var hætt í byrjun október í haust.Egill Aðalsteinsson „Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað,“ segir á Reykhólavefnum. „Eitt mál er þó óleyst, en það er íbúðarhúsnæði fyrir þau sjálf. Þau eru að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum eða næsta nágrenni.“ Byggðastofnun tilkynnti í vikunni að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefði staðfest tillögur nefndar um úthlutun samtals 12 milljóna króna til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Auk verslunar á Reykhólum hlaut Kauptún á Vopnafirði 5,2 milljóna króna styrk og Hríseyjarbúðin einnar milljóna króna styrk. „Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar,“ segir í frétt Byggðastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember um Reykhólabúðina:
Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21 Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21
Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07