Var á þriggja metra dýpi þegar hann heyrði drunurnar í bátunum og þyrlunni Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 13:58 Mikael Dubik kafar reglulega í Kleifarvatni. Vísir/Vilhelm Mikael Dubik var á um þriggja metra dýpi í Kleifarvatni í dag þegar hann heyrði einhverjar drunur og velti vöngum yfir því hvort einhver væri kominn með bát á vatnið. Hann hafði oft áður kafað í Kleifarvatni og var yfirleitt einn á ferð. Þá skapaði bátur tiltekna hættu fyrir hann. Þegar hann kom upp á yfirborðið, eftir um klukkustundar köfun, sá hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, báta, slökkvilið og mikinn viðbúnað. Upp úr klukkan tólf í dag barst nefnilega tilkynning um að manneskja hefði farið út í vatnið og voru björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir til, auk kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikael varð var við drunur frá bátunum og þyrlunni.Landsbjörg Í ljós hefur þó komið að tilkynningin var vegna Mikaels, sem var að kafa í Kleifarvatni, eins og hann hefur oft gert áður. „Ég hugsaði strax hvort ég ætti að fara aftur ofaní,“ segir Mikael í samtali við Vísi. „Nei. Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig.“ Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikael segist hafa verið um klukkustund á kafi og hann hafi ekki farið djúpt og geri það sérstaklega ekki þegar hann sé einn. „Ég var bara að gera æfingar, leika mér og slaka á í kafi.“ Það er í takt við tilkynningu frá lögreglu sem segir að tilkynningin hafi borist 12:10. Hún hafi verið frá vegfarenda sem sá mann ganga út í vatni. Maðurinn hafi svo komið sjálfur upp úr vatninu austan megin um 50 mínútum síðar. Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn.Landsbjörg „Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í fyrstu hélt Mikael að kærasta sín hefði hringt eftir aðstoð en hann lætur hana vita áður en hann fer ofan í og hvenær búast megi við að komi uppúr. Honum þótti það þó skrítið þar sem hann hefði ekki farið fram úr ætlun. Einhver annar hafði þá hringt inn tilkynninguna eftir að hann fór á kaf. Mikael segir leiðinlegt að hann hafi í raun valdið þessum miklu viðbrögðum en það sé þó gott að vita til þess að viðbrögðin yrðu góð ef eitthvað kæmi upp á. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Grindavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Þegar hann kom upp á yfirborðið, eftir um klukkustundar köfun, sá hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, báta, slökkvilið og mikinn viðbúnað. Upp úr klukkan tólf í dag barst nefnilega tilkynning um að manneskja hefði farið út í vatnið og voru björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir til, auk kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikael varð var við drunur frá bátunum og þyrlunni.Landsbjörg Í ljós hefur þó komið að tilkynningin var vegna Mikaels, sem var að kafa í Kleifarvatni, eins og hann hefur oft gert áður. „Ég hugsaði strax hvort ég ætti að fara aftur ofaní,“ segir Mikael í samtali við Vísi. „Nei. Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig.“ Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikael segist hafa verið um klukkustund á kafi og hann hafi ekki farið djúpt og geri það sérstaklega ekki þegar hann sé einn. „Ég var bara að gera æfingar, leika mér og slaka á í kafi.“ Það er í takt við tilkynningu frá lögreglu sem segir að tilkynningin hafi borist 12:10. Hún hafi verið frá vegfarenda sem sá mann ganga út í vatni. Maðurinn hafi svo komið sjálfur upp úr vatninu austan megin um 50 mínútum síðar. Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn.Landsbjörg „Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í fyrstu hélt Mikael að kærasta sín hefði hringt eftir aðstoð en hann lætur hana vita áður en hann fer ofan í og hvenær búast megi við að komi uppúr. Honum þótti það þó skrítið þar sem hann hefði ekki farið fram úr ætlun. Einhver annar hafði þá hringt inn tilkynninguna eftir að hann fór á kaf. Mikael segir leiðinlegt að hann hafi í raun valdið þessum miklu viðbrögðum en það sé þó gott að vita til þess að viðbrögðin yrðu góð ef eitthvað kæmi upp á.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Grindavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira