Þau vita, þau geta en ekkert gerist Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 25. janúar 2021 09:30 Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert. Það blasir við að strípaðar atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir þeim skuldbindingum sem venjuleg heimili og fjölskyldur þurfa að standa undir, það er að segja fasteignalán eða húsaleiga, bílalán, námslán, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, meðlag eða hverjar þær skuldbindingar og kostnaður sem fellur til í rekstri heimilis. Til lengri tíma endar það dæmi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar og kynningar á fullmótuðum tillögum fyrir ríkisstjórninni og öðrum hagsmunaaðilum hefur ekkert gerst. Jú, annars. Varnir fyrir heimilin voru sett í nefnd. Nefnd er sá sem þetta skrifar á að sitja í fyrir hönd ASÍ. Nefnd sem hefur enn ekki komið saman. Að setja svo lífsnauðsynlegt mál í nefnd á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld hafa lítinn áhuga á frekari aðgerðum fyrir fólkið. Fólkið sem þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupa eigi mat eða greiða reikninga. Fólkinu sem lifað hefur af sparnaði sínum eða skuldsett sig fyrir nauðsynjum og öðrum útgjöldum heimilis mánuðum saman. Þegar sértækar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid eru skoðaðar kemur í ljós að ríkið hefur fengið hærri upphæð í tekjuskatt af séreignasparnaði en það sem greitt hefur verið út í stuðningi til heimila. Hversu glatað er það? Ég vona að þeir 26.473 kjósendur og fjölskyldur þeirra hafi þetta í huga þegar við göngum til kosninga í haust. Sitjandi ríkisstjórn er sama. Sama um ykkur. Á meðan styrkir og stuðningur, úrræði og ábyrgðir eru afgreidd til fyrirtækja yfir og undir borðið eru heimilin sett í nefnd. Nefnd sem ekki er líkleg til að skila af sér fyrr en það er um seinan, fyrir tíma sem er ekki til stefnu. Þegar nefndir skila af sér geta málin þvælst í völundarhúsum ráðuneyta mánuðum saman eða endað ofan í skúffu, eins og það er kallað. Yfirfullum skúffum af vanefndum og útþynntun kosningaloforðum. Nú hljóta stjórnvöld að auglýsa eftir störfum hjá umboðsmanni skuldara því víst þykir að langar biðraðir muni myndast þar eins og gerðist eftir hrun. Eða ekki þar sem umboðsmaður skuldara varð eiginlega meira eins og umboðsmaður kröfuhafa. Dapurlegast af öllu er áhugaleysið, virðingarleysið gagnvart fólki og fjölskyldum þeirra sem nú vita að sitjandi ríkisstjórn hafi vitað af stöðu þeirra allan tímann og haft undir höndum frábæra, einfalda og skynsamlega lausn. Ódýra lausn sem mun borga sig margfalt. Lausn sem kostar brot af einstökum stuðningsaðgerðum til atvinnulífsins, með fullri virðingu fyrir atvinnulífinu, og gerum ekki lítið úr mikilvægum stuðningi til þeirra. En hafa ber í huga að venjulegt fólk getur ekki skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt með skuldlausan heimilisrekstur. Þau vita, þau geta en ekkert gerist. Er þetta veganestið sem sitjandi ríkisstjórn mun taka með sér inn í kosningaárið? Er þetta endurreisnin, uppbyggingin, viðspyrnan og framtíðarsýn stjórnvalda að tugþúsundir einstaklinga og heimila fari aftur út á vinnumarkaðinn með óvinnandi skuldahala og vanskil á bakinu? Sú viðspyrna endar því miður á einn veg. Veg sem við fórum eftir hrun. Veg sem við erum enn að vinda ofan af í gegnum sjúkrasjóði stéttarfélaganna og VIRK starfsendurhæfingu. Viðspyrna með því að setja öll hestöflin í annað afturhjólið drífur ekki langt, eða vindur sem fer allur í eitt seglið kemur þjóðarskútunni varla á flot. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr nefndinni góðu. Nefnd sem tók lengri tíma að skipa en það tók að smíða, samþykkja og FRAMKVÆMA öll þau fjölmörgu úrræði sem standa atvinnulífinu til boða, engar nefndir þar. Við krefjumst aðgerða fyrir heimilin tafarlaust. Við hljótum að vera sammála um það. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert. Það blasir við að strípaðar atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir þeim skuldbindingum sem venjuleg heimili og fjölskyldur þurfa að standa undir, það er að segja fasteignalán eða húsaleiga, bílalán, námslán, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, meðlag eða hverjar þær skuldbindingar og kostnaður sem fellur til í rekstri heimilis. Til lengri tíma endar það dæmi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar og kynningar á fullmótuðum tillögum fyrir ríkisstjórninni og öðrum hagsmunaaðilum hefur ekkert gerst. Jú, annars. Varnir fyrir heimilin voru sett í nefnd. Nefnd er sá sem þetta skrifar á að sitja í fyrir hönd ASÍ. Nefnd sem hefur enn ekki komið saman. Að setja svo lífsnauðsynlegt mál í nefnd á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld hafa lítinn áhuga á frekari aðgerðum fyrir fólkið. Fólkið sem þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupa eigi mat eða greiða reikninga. Fólkinu sem lifað hefur af sparnaði sínum eða skuldsett sig fyrir nauðsynjum og öðrum útgjöldum heimilis mánuðum saman. Þegar sértækar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid eru skoðaðar kemur í ljós að ríkið hefur fengið hærri upphæð í tekjuskatt af séreignasparnaði en það sem greitt hefur verið út í stuðningi til heimila. Hversu glatað er það? Ég vona að þeir 26.473 kjósendur og fjölskyldur þeirra hafi þetta í huga þegar við göngum til kosninga í haust. Sitjandi ríkisstjórn er sama. Sama um ykkur. Á meðan styrkir og stuðningur, úrræði og ábyrgðir eru afgreidd til fyrirtækja yfir og undir borðið eru heimilin sett í nefnd. Nefnd sem ekki er líkleg til að skila af sér fyrr en það er um seinan, fyrir tíma sem er ekki til stefnu. Þegar nefndir skila af sér geta málin þvælst í völundarhúsum ráðuneyta mánuðum saman eða endað ofan í skúffu, eins og það er kallað. Yfirfullum skúffum af vanefndum og útþynntun kosningaloforðum. Nú hljóta stjórnvöld að auglýsa eftir störfum hjá umboðsmanni skuldara því víst þykir að langar biðraðir muni myndast þar eins og gerðist eftir hrun. Eða ekki þar sem umboðsmaður skuldara varð eiginlega meira eins og umboðsmaður kröfuhafa. Dapurlegast af öllu er áhugaleysið, virðingarleysið gagnvart fólki og fjölskyldum þeirra sem nú vita að sitjandi ríkisstjórn hafi vitað af stöðu þeirra allan tímann og haft undir höndum frábæra, einfalda og skynsamlega lausn. Ódýra lausn sem mun borga sig margfalt. Lausn sem kostar brot af einstökum stuðningsaðgerðum til atvinnulífsins, með fullri virðingu fyrir atvinnulífinu, og gerum ekki lítið úr mikilvægum stuðningi til þeirra. En hafa ber í huga að venjulegt fólk getur ekki skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt með skuldlausan heimilisrekstur. Þau vita, þau geta en ekkert gerist. Er þetta veganestið sem sitjandi ríkisstjórn mun taka með sér inn í kosningaárið? Er þetta endurreisnin, uppbyggingin, viðspyrnan og framtíðarsýn stjórnvalda að tugþúsundir einstaklinga og heimila fari aftur út á vinnumarkaðinn með óvinnandi skuldahala og vanskil á bakinu? Sú viðspyrna endar því miður á einn veg. Veg sem við fórum eftir hrun. Veg sem við erum enn að vinda ofan af í gegnum sjúkrasjóði stéttarfélaganna og VIRK starfsendurhæfingu. Viðspyrna með því að setja öll hestöflin í annað afturhjólið drífur ekki langt, eða vindur sem fer allur í eitt seglið kemur þjóðarskútunni varla á flot. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr nefndinni góðu. Nefnd sem tók lengri tíma að skipa en það tók að smíða, samþykkja og FRAMKVÆMA öll þau fjölmörgu úrræði sem standa atvinnulífinu til boða, engar nefndir þar. Við krefjumst aðgerða fyrir heimilin tafarlaust. Við hljótum að vera sammála um það. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar