Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2021 19:01 Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Skjáskot Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir X að fyllast af Ísland/Grænland gríni Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir X að fyllast af Ísland/Grænland gríni Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33
Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent