Gráíkornaplága í Bretlandi: Stjórnvöld vilja gefa þeim „pilluna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 21:44 Gráíkorninn hefur meðal annars verið sakaður um að hamla aðgerðum breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Unsplash/Daniel Olaleye Bresk stjórnvöld hafa lagt blessun sína yfir hugmyndir um að beita getnaðarvörnum til að hefta vöxt gráíkornastofnsins í landinu. Umhverfisráðherrann segir íkornategundina og aðrar aðfluttar tegundir árlega valda 1,8 milljarð punda tjóni á skóglendinu. Ætlunin er að lokka íkornana inn í lítil matarbox sem aðeins þeir komast í. Þar munu þeir finna litlar skálar fullar af girnilegum smurningi úr heslihnetum. Smjörið mun innihalda getnaðarvörn. Hugmyndin kemur frá UK Squirrel Accord (UKSA), samstarfsvettvangi umhverfis- og skógræktarfélaga. Gráíkornin barst fyrst til Bretlands frá Bandaríkjunum seint á 19. öld en samkvæmt UKSA veldur hann gríðarlegum skaða með því að rífa börkin af tíu til fimmtíu ára gömlum trjám. Íkornategundin er einna hrifnust af eikum, sem þykir afar óheppilegt þar sem eikur skapa skilyrði fyrir önnur tré að dafna. Áætlað er að um þrjár milljónir gráíkorna sé að finna í Bretlandi en þeir hafa drifið hinn innfædda rauðíkorna á brott og er hann nú helst að finna í Skotlandi og á Írlandi. Umhverfisráðherrann breski, Goldsmith lávarður, segir stjórnvöld styðja fyrrnefndar hugmyndir og einnig það langtímamarkmið að rækta ófrjósemi hjá tegundinni. Talið er að getnaðarvarnaaðgerðin geti fækkað íkornunum um allt að 90 prósent en sama hlutfall heimsótti matarbox í tilraunum á síðasta ári. Þess má geta að fyrirætlanirnar njóta einnig konunglegs stuðnings en Karl Bretaprins átti stóran þátt í stofnun UKSA og hefur verið ötull talsmaður rauðíkornans. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Umhverfismál Dýr Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ætlunin er að lokka íkornana inn í lítil matarbox sem aðeins þeir komast í. Þar munu þeir finna litlar skálar fullar af girnilegum smurningi úr heslihnetum. Smjörið mun innihalda getnaðarvörn. Hugmyndin kemur frá UK Squirrel Accord (UKSA), samstarfsvettvangi umhverfis- og skógræktarfélaga. Gráíkornin barst fyrst til Bretlands frá Bandaríkjunum seint á 19. öld en samkvæmt UKSA veldur hann gríðarlegum skaða með því að rífa börkin af tíu til fimmtíu ára gömlum trjám. Íkornategundin er einna hrifnust af eikum, sem þykir afar óheppilegt þar sem eikur skapa skilyrði fyrir önnur tré að dafna. Áætlað er að um þrjár milljónir gráíkorna sé að finna í Bretlandi en þeir hafa drifið hinn innfædda rauðíkorna á brott og er hann nú helst að finna í Skotlandi og á Írlandi. Umhverfisráðherrann breski, Goldsmith lávarður, segir stjórnvöld styðja fyrrnefndar hugmyndir og einnig það langtímamarkmið að rækta ófrjósemi hjá tegundinni. Talið er að getnaðarvarnaaðgerðin geti fækkað íkornunum um allt að 90 prósent en sama hlutfall heimsótti matarbox í tilraunum á síðasta ári. Þess má geta að fyrirætlanirnar njóta einnig konunglegs stuðnings en Karl Bretaprins átti stóran þátt í stofnun UKSA og hefur verið ötull talsmaður rauðíkornans. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Umhverfismál Dýr Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira