Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 11:18 Þúsundir Nýsjálendinga sóttu tónleika í Hastings um helgina. Getty/Kerry Marshall Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira