Hver vegur að heiman er vegurinn heim Jódís Skúladóttir skrifar 27. janúar 2021 11:30 Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun