Líf eða dauði íslensks landbúnaðar Högni Elfar Gylfason skrifar 29. janúar 2021 09:00 Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. Lítil notkun eiturefna og sýklalyfja í íslenskum landbúnaði setur landið líka skör ofan en flestar aðrar þjóðir í heiminum, en einna helst er Noregur á svipuðum stað í samanburði sýklalyfjanotkunar. Það skýtur því skökku við að búið sé að opna fyrir svo mikinn innflutning landabúnaðarafurða frá öðrum löndum sem raun ber vitni. Er nú svo komið að íslenskir bændur fá of lítið fyrir afurðir sínar vegna offramboðs á innfluttu kjöti og mjólkurafurðum. Sökum þessa er rekstrargrundvöllur ýmist nú þegar brostinn eða rétt ókominn á þann stað. Stóraukinn innflutningur á grundvelli tollasamnings hefur verið látinn halda sér þrátt fyrir beiðni Bændasamtakanna um að hægja á meðan engir túristar væru hér til að renna niður kjöt- og mjólkurvörufjöllunum sem innflytjendur verða sér úti um á meginlandinu. Sú ákvörðun ráðherra að breyta fyrirkomulagi á úthlutun tollkvóta og síðan strax í kjölfarið hafna því að hægja á innflutningnum, hefur leitt af sér beinar lækkanir á afurðaverði til íslenskra bænda og enn sér ekki fyrir endann á því. Þrátt fyrir það hefur verð til almennings ekki lækkað. En eins og kunnugt er þá er sjaldan ein báran stök í tíu vindstigum. Í ljós hefur komið mikið misræmi milli talna tollayfirvalda í Evrópusambandinu um útflutning kjöts og mjólkurvara til Íslands og talna Hagstofu Íslands um innflutning þessa sama kjöts og mjólkurvara. Það var þekkt hér áður fyrir og viðgengst ef til vill ennþá að það verður óvænt “lækkun í hafi” á aflaverðmæti til útreiknings launa sjómanna, en að kjöt og mjólkurvörur skreppi svona saman á leið til landsins stenst auðvitað ekki. Íslenskir innflytjendur virðast skrá eitthvað annað á rafrænu tollskýrslurnar en söluaðilar sömu vara skrá á útflutningspappíra erlendis. Hverju skyldi þetta sæta og hvar er eftirlitið í öllum þeim mikla eftirlitsiðnaði sem rekinn er hér á landi? Hvernig stendur til að mynda á því að tollayfirvöld útbjuggu sín eigin tollnúmer til að aðstoða innflytjendur við að sleppa við rétt og eðlileg tollgjöld af innfluttum “pizzaosti” sem sannanlega er að langmestu leyti framleiddur úr mjólk? Hér er verið að vísa til auglýsingar fjármálaráðuneytisins frá í maí 2020 (nr. 35/2020). Hvernig stendur á því að tollayfirvöld beinlínis ganga gegn sameiginlegum tollareglum EES með því að tollflokka þennan ost eftir aukainnihaldsefnum sem eru aðeins lítið brot af innihaldinu og kalla hann jurtaost? Hvernig stendur á því að tollayfirvöld virðast af gögnum málsins að dæma gera allt til að réttlæta gjörninginn og halda honum til streitu? Hvernig stendur líka á því að nefnd sem hæstvirtur fjármálaráðherra skipaði til að skoða þessi mál eyddi löngu máli í skýrslu sinni í að réttlæta misræmið í innflutningstölunum, en minni tíma í að kafa í málin og skoða hvað í raun hefði gerst? Nú hef ég fregnir af því að þingmenn Miðflokksins hafi þann 5.nóvember síðastliðinn fengið samþykkta beiðni á Alþingi um skýrslu frá Ríkisendurskoðun um úttekt á starfsemi Skattsins við framkvæmd tollalaga og að það hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Það er vel, en alvarleiki málsins kallar á að ekki verði drollað við verkið hjá embætti ríkisendurskoðanda. Þá er skoðun málsins einnig í gangi hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins að frumkvæði nefndarinnar. Ef treysta má vef Alþingis, þá kemur þar fram að síðast hafi verið fundað um málið hjá nefndinni þann 4.nóvember á síðasta ári og því virðist að hraði málsins sé ekki mikill. Ekki vil ég efast um heilindi nefndarmanna eða áhuga á að leysa úr þessu máli, en ég vil benda háttvirtum þingmönnum nefndarinnar á mikilvægi þess að skoðun málsins verði flýtt eins og kostur er því bændur verða að fara að fá einhver svör um rekstrargrundvöll búa sinna til framtíðar. Ef ástandið í innflutningsmálum verður óbreytt þurfa bændur í meiri mæli en þegar er orðið að fara að skera niður bústofn sinn og huga að öðrum verkefnum og þá um leið hvort þeir neyðist til að flytja á mölina í atvinnuleit. Það er pólitísk ákvörðun hvort landbúnaður sé rekinn í landinu því rekstrarhæfni verður ekki til staðar ef innflutningur er of mikill og ekki síður ef uppvíst er að gengið sé á svig við tollareglur til að komast hjá innflutningstollum. Það er um leið pólitísk ákvörðun hvort dreifð byggð verður áfram í landinu sem styður við smærri byggðalög um allt land og gerir ferðaþjónustu mögulega. Það er á sama tíma pólitísk ákvörðun hvort hagsmunir fáeinna risavaxinna fyrirtækja í innflutningi og sölu matvæla séu rétthærri en hagsmunir þúsunda bænda, fjölskyldna þeirra og byggðalaga um allt land. Það er réttur landsmanna allra að hafa aðgang að heilnæmum íslenskum matvælum sem framleidd eru í sátt við menn og náttúru. Kæri þingmaður á Alþingi Íslendinga. Oft er þörf, en nú er nauðsyn á því að þú standir í lappirnar og vinnir að hag íslensks landbúnaðar, íslenskrar atvinnu og menningar, íslensks dreifbýlis og landsbyggðar, Íslandi öllu. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Frá því um landnám hefur landbúnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið varanleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. Lítil notkun eiturefna og sýklalyfja í íslenskum landbúnaði setur landið líka skör ofan en flestar aðrar þjóðir í heiminum, en einna helst er Noregur á svipuðum stað í samanburði sýklalyfjanotkunar. Það skýtur því skökku við að búið sé að opna fyrir svo mikinn innflutning landabúnaðarafurða frá öðrum löndum sem raun ber vitni. Er nú svo komið að íslenskir bændur fá of lítið fyrir afurðir sínar vegna offramboðs á innfluttu kjöti og mjólkurafurðum. Sökum þessa er rekstrargrundvöllur ýmist nú þegar brostinn eða rétt ókominn á þann stað. Stóraukinn innflutningur á grundvelli tollasamnings hefur verið látinn halda sér þrátt fyrir beiðni Bændasamtakanna um að hægja á meðan engir túristar væru hér til að renna niður kjöt- og mjólkurvörufjöllunum sem innflytjendur verða sér úti um á meginlandinu. Sú ákvörðun ráðherra að breyta fyrirkomulagi á úthlutun tollkvóta og síðan strax í kjölfarið hafna því að hægja á innflutningnum, hefur leitt af sér beinar lækkanir á afurðaverði til íslenskra bænda og enn sér ekki fyrir endann á því. Þrátt fyrir það hefur verð til almennings ekki lækkað. En eins og kunnugt er þá er sjaldan ein báran stök í tíu vindstigum. Í ljós hefur komið mikið misræmi milli talna tollayfirvalda í Evrópusambandinu um útflutning kjöts og mjólkurvara til Íslands og talna Hagstofu Íslands um innflutning þessa sama kjöts og mjólkurvara. Það var þekkt hér áður fyrir og viðgengst ef til vill ennþá að það verður óvænt “lækkun í hafi” á aflaverðmæti til útreiknings launa sjómanna, en að kjöt og mjólkurvörur skreppi svona saman á leið til landsins stenst auðvitað ekki. Íslenskir innflytjendur virðast skrá eitthvað annað á rafrænu tollskýrslurnar en söluaðilar sömu vara skrá á útflutningspappíra erlendis. Hverju skyldi þetta sæta og hvar er eftirlitið í öllum þeim mikla eftirlitsiðnaði sem rekinn er hér á landi? Hvernig stendur til að mynda á því að tollayfirvöld útbjuggu sín eigin tollnúmer til að aðstoða innflytjendur við að sleppa við rétt og eðlileg tollgjöld af innfluttum “pizzaosti” sem sannanlega er að langmestu leyti framleiddur úr mjólk? Hér er verið að vísa til auglýsingar fjármálaráðuneytisins frá í maí 2020 (nr. 35/2020). Hvernig stendur á því að tollayfirvöld beinlínis ganga gegn sameiginlegum tollareglum EES með því að tollflokka þennan ost eftir aukainnihaldsefnum sem eru aðeins lítið brot af innihaldinu og kalla hann jurtaost? Hvernig stendur á því að tollayfirvöld virðast af gögnum málsins að dæma gera allt til að réttlæta gjörninginn og halda honum til streitu? Hvernig stendur líka á því að nefnd sem hæstvirtur fjármálaráðherra skipaði til að skoða þessi mál eyddi löngu máli í skýrslu sinni í að réttlæta misræmið í innflutningstölunum, en minni tíma í að kafa í málin og skoða hvað í raun hefði gerst? Nú hef ég fregnir af því að þingmenn Miðflokksins hafi þann 5.nóvember síðastliðinn fengið samþykkta beiðni á Alþingi um skýrslu frá Ríkisendurskoðun um úttekt á starfsemi Skattsins við framkvæmd tollalaga og að það hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Það er vel, en alvarleiki málsins kallar á að ekki verði drollað við verkið hjá embætti ríkisendurskoðanda. Þá er skoðun málsins einnig í gangi hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins að frumkvæði nefndarinnar. Ef treysta má vef Alþingis, þá kemur þar fram að síðast hafi verið fundað um málið hjá nefndinni þann 4.nóvember á síðasta ári og því virðist að hraði málsins sé ekki mikill. Ekki vil ég efast um heilindi nefndarmanna eða áhuga á að leysa úr þessu máli, en ég vil benda háttvirtum þingmönnum nefndarinnar á mikilvægi þess að skoðun málsins verði flýtt eins og kostur er því bændur verða að fara að fá einhver svör um rekstrargrundvöll búa sinna til framtíðar. Ef ástandið í innflutningsmálum verður óbreytt þurfa bændur í meiri mæli en þegar er orðið að fara að skera niður bústofn sinn og huga að öðrum verkefnum og þá um leið hvort þeir neyðist til að flytja á mölina í atvinnuleit. Það er pólitísk ákvörðun hvort landbúnaður sé rekinn í landinu því rekstrarhæfni verður ekki til staðar ef innflutningur er of mikill og ekki síður ef uppvíst er að gengið sé á svig við tollareglur til að komast hjá innflutningstollum. Það er um leið pólitísk ákvörðun hvort dreifð byggð verður áfram í landinu sem styður við smærri byggðalög um allt land og gerir ferðaþjónustu mögulega. Það er á sama tíma pólitísk ákvörðun hvort hagsmunir fáeinna risavaxinna fyrirtækja í innflutningi og sölu matvæla séu rétthærri en hagsmunir þúsunda bænda, fjölskyldna þeirra og byggðalaga um allt land. Það er réttur landsmanna allra að hafa aðgang að heilnæmum íslenskum matvælum sem framleidd eru í sátt við menn og náttúru. Kæri þingmaður á Alþingi Íslendinga. Oft er þörf, en nú er nauðsyn á því að þú standir í lappirnar og vinnir að hag íslensks landbúnaðar, íslenskrar atvinnu og menningar, íslensks dreifbýlis og landsbyggðar, Íslandi öllu. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar