Katrín Tanja skrifar um það góða og það slæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir mætir með bros og jákvæðni þangað sem hún kemur en það þýðir ekki að hún þurfi ekki stundum að hafa fyrir því að deila jákvæðri orku. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir vaknar ekki alltaf ofurhress eins og sumir halda. Hún fer líka öfugu megin úr rúminu eins og við hin. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira