Katrín Tanja skrifar um það góða og það slæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir mætir með bros og jákvæðni þangað sem hún kemur en það þýðir ekki að hún þurfi ekki stundum að hafa fyrir því að deila jákvæðri orku. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir vaknar ekki alltaf ofurhress eins og sumir halda. Hún fer líka öfugu megin úr rúminu eins og við hin. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira