KKÍ fagnar 60 ára afmæli og stórum áföngum síðasta áratug Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 16:31 Á síðasta áratug hafa Íslendingar í fyrsta sinn átt fulltrúa á stórmótum fullorðinna en karlalandsliðið lék á EM 2015 og 2017 og fékk góðan stuðning. Getty/Norbert Barczyk Körfuknattleikssamband Íslands fagnar í dag 60 ára afmæli. Formaður KKÍ segir í pistli í tilefni dagsins að vöxtur íþróttarinnar hér á landi síðustu áratugi hafi verið allt að því ævintýralegur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir í afmælispistli sínum að til hafi staðið að halda afmælisveislu með körfuboltahreyfingunni. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins komi hins vegar í veg fyrir slíkt og veisluhöld bíði því betri tíma. KKÍ ER 60 ÁRA Í DAG ! 29.01.21 https://t.co/i68tNTLFUc pic.twitter.com/cQCd6mMU1S— KKÍ (@kkikarfa) January 29, 2021 Það má þó segja að það verði körfuboltaafmælisveisla í sjónvarpinu í kvöld en Stöð 2 Sport sýnir leiki ÍR og Hauka, og Stjörnunnar og Keflavíkur, auk Dominos körfuboltakvölds. Hannes nefnir einmitt í pistli sínum sem dæmi um hve körfuknattleikshreyfingin hafi vaxið hve mikið hafi breyst varðandi beinar útsendingar frá leikjum frá síðasta stórafmæli KKÍ. Iðkendum hafi á þessum tíu árum fjölgað um 40% og íslenska karlalandsliðið komist á tvö stórmót, sem áður virtist fjarlægur draumur. Pistill formannsins: Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki. Við bárum þær væntingar í brjósti að geta fagnað þessum merkisdegi með hreyfingunni. Sá fögnuður þarf að bíða betri tíma þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á veglegar samkomur. Við getum þó fagnað með okkar nánustu og notið þess að fylgjast með þeim aragrúa leikja sem sýndir eru í sjónvarpinu eða í netstreymi aðildarfélaga KKÍ, enda er varla leikið án útsendingar þessi dægrin. Við gleðjumst yfir góðu samstarfi við fjölmiðla eins og dugnaði og elju félaganna við að koma sér upp eigin netsjónvarpsstöðvum, enda körfubolti svo sannarlega ein vinsælasta íþróttagrein landsins. Vöxtur síðustu áratuga hefur verið allt að því ævintýralegur. Það er lýginni líkast að rifja upp þann áratug sem liðinn er frá síðasta stórafmæli sambandins. Á þeim tíma höfum við komist á tvö stórmót með karlalandsliðið, eitthvað sem var aðeins fjarlægur draumur fyrir tíu árum, kvennalandsliðið okkar hefur verð að styrkja sig mikið og tekur nú þátt í öllum þeim keppnum sem í boði eru ásamt því sem átta yngri landslið eru í verkefnum á hverju einasta ári. Fyrir áratug síðan voru stöku leikir úrvalsdeildar karla í beinni útsendingu, ásamt því sem kvennakarfa sást varla nema í bikarúrslitum og lokaúrslitum Íslandsmóts. Sá raunveruleiki sem við búum við í dag er allt annar, þar sem beinar útsendingar í sjónvarpi eru daglegt brauð. Fjölgun iðkenda hefur einnig verið mikil, eða hátt í 40% og mótahaldið hefur þannig stækkað ári frá ári, en KKÍ heldur úti einu umfangsmesta mótahaldi innan sérsambanda ÍSÍ. Þetta ber þess merki hvað körfuknattleikshreyfingin hefur vaxið mikið á skömmum tíma og hægur leikur væri að telja til fleiri atriði. Þetta væri ekki hægt án fórnfýsi allra þeirra sem koma að starfi KKÍ og aðildarfélaganna öll þessi 60 ár. Þeim kann ég mínar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til körfuboltans á Íslandi. Nú þegar þessu stórafmæli okkar er fagnað eru strangar sóttvarnarreglur í gildi. Þessi staða er krefjandi og reynir á alla sem að leiknum koma, en á sama tíma eru allir að gera sitt best til að láta körfuboltann ganga við þessar sérstöku aðsæður. Starf sjálfboðaliða hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna, en án þeirra væri ekki hægt að halda úti þessu öfluga og vandaða starfi sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Við kunnum einnig að meta þá miklu fórnfýsi sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir þeir sem að leiknum koma færa á hverjum degi. Það er einlæg von mín að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi haldi áfram að vaxa og dafna næstu áratugina eins og hingað til, og vera áfram í fremstu röð íþrótta hér landi. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tímamót Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir í afmælispistli sínum að til hafi staðið að halda afmælisveislu með körfuboltahreyfingunni. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins komi hins vegar í veg fyrir slíkt og veisluhöld bíði því betri tíma. KKÍ ER 60 ÁRA Í DAG ! 29.01.21 https://t.co/i68tNTLFUc pic.twitter.com/cQCd6mMU1S— KKÍ (@kkikarfa) January 29, 2021 Það má þó segja að það verði körfuboltaafmælisveisla í sjónvarpinu í kvöld en Stöð 2 Sport sýnir leiki ÍR og Hauka, og Stjörnunnar og Keflavíkur, auk Dominos körfuboltakvölds. Hannes nefnir einmitt í pistli sínum sem dæmi um hve körfuknattleikshreyfingin hafi vaxið hve mikið hafi breyst varðandi beinar útsendingar frá leikjum frá síðasta stórafmæli KKÍ. Iðkendum hafi á þessum tíu árum fjölgað um 40% og íslenska karlalandsliðið komist á tvö stórmót, sem áður virtist fjarlægur draumur. Pistill formannsins: Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki. Við bárum þær væntingar í brjósti að geta fagnað þessum merkisdegi með hreyfingunni. Sá fögnuður þarf að bíða betri tíma þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á veglegar samkomur. Við getum þó fagnað með okkar nánustu og notið þess að fylgjast með þeim aragrúa leikja sem sýndir eru í sjónvarpinu eða í netstreymi aðildarfélaga KKÍ, enda er varla leikið án útsendingar þessi dægrin. Við gleðjumst yfir góðu samstarfi við fjölmiðla eins og dugnaði og elju félaganna við að koma sér upp eigin netsjónvarpsstöðvum, enda körfubolti svo sannarlega ein vinsælasta íþróttagrein landsins. Vöxtur síðustu áratuga hefur verið allt að því ævintýralegur. Það er lýginni líkast að rifja upp þann áratug sem liðinn er frá síðasta stórafmæli sambandins. Á þeim tíma höfum við komist á tvö stórmót með karlalandsliðið, eitthvað sem var aðeins fjarlægur draumur fyrir tíu árum, kvennalandsliðið okkar hefur verð að styrkja sig mikið og tekur nú þátt í öllum þeim keppnum sem í boði eru ásamt því sem átta yngri landslið eru í verkefnum á hverju einasta ári. Fyrir áratug síðan voru stöku leikir úrvalsdeildar karla í beinni útsendingu, ásamt því sem kvennakarfa sást varla nema í bikarúrslitum og lokaúrslitum Íslandsmóts. Sá raunveruleiki sem við búum við í dag er allt annar, þar sem beinar útsendingar í sjónvarpi eru daglegt brauð. Fjölgun iðkenda hefur einnig verið mikil, eða hátt í 40% og mótahaldið hefur þannig stækkað ári frá ári, en KKÍ heldur úti einu umfangsmesta mótahaldi innan sérsambanda ÍSÍ. Þetta ber þess merki hvað körfuknattleikshreyfingin hefur vaxið mikið á skömmum tíma og hægur leikur væri að telja til fleiri atriði. Þetta væri ekki hægt án fórnfýsi allra þeirra sem koma að starfi KKÍ og aðildarfélaganna öll þessi 60 ár. Þeim kann ég mínar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til körfuboltans á Íslandi. Nú þegar þessu stórafmæli okkar er fagnað eru strangar sóttvarnarreglur í gildi. Þessi staða er krefjandi og reynir á alla sem að leiknum koma, en á sama tíma eru allir að gera sitt best til að láta körfuboltann ganga við þessar sérstöku aðsæður. Starf sjálfboðaliða hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna, en án þeirra væri ekki hægt að halda úti þessu öfluga og vandaða starfi sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Við kunnum einnig að meta þá miklu fórnfýsi sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir þeir sem að leiknum koma færa á hverjum degi. Það er einlæg von mín að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi haldi áfram að vaxa og dafna næstu áratugina eins og hingað til, og vera áfram í fremstu röð íþrótta hér landi. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður
Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki. Við bárum þær væntingar í brjósti að geta fagnað þessum merkisdegi með hreyfingunni. Sá fögnuður þarf að bíða betri tíma þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á veglegar samkomur. Við getum þó fagnað með okkar nánustu og notið þess að fylgjast með þeim aragrúa leikja sem sýndir eru í sjónvarpinu eða í netstreymi aðildarfélaga KKÍ, enda er varla leikið án útsendingar þessi dægrin. Við gleðjumst yfir góðu samstarfi við fjölmiðla eins og dugnaði og elju félaganna við að koma sér upp eigin netsjónvarpsstöðvum, enda körfubolti svo sannarlega ein vinsælasta íþróttagrein landsins. Vöxtur síðustu áratuga hefur verið allt að því ævintýralegur. Það er lýginni líkast að rifja upp þann áratug sem liðinn er frá síðasta stórafmæli sambandins. Á þeim tíma höfum við komist á tvö stórmót með karlalandsliðið, eitthvað sem var aðeins fjarlægur draumur fyrir tíu árum, kvennalandsliðið okkar hefur verð að styrkja sig mikið og tekur nú þátt í öllum þeim keppnum sem í boði eru ásamt því sem átta yngri landslið eru í verkefnum á hverju einasta ári. Fyrir áratug síðan voru stöku leikir úrvalsdeildar karla í beinni útsendingu, ásamt því sem kvennakarfa sást varla nema í bikarúrslitum og lokaúrslitum Íslandsmóts. Sá raunveruleiki sem við búum við í dag er allt annar, þar sem beinar útsendingar í sjónvarpi eru daglegt brauð. Fjölgun iðkenda hefur einnig verið mikil, eða hátt í 40% og mótahaldið hefur þannig stækkað ári frá ári, en KKÍ heldur úti einu umfangsmesta mótahaldi innan sérsambanda ÍSÍ. Þetta ber þess merki hvað körfuknattleikshreyfingin hefur vaxið mikið á skömmum tíma og hægur leikur væri að telja til fleiri atriði. Þetta væri ekki hægt án fórnfýsi allra þeirra sem koma að starfi KKÍ og aðildarfélaganna öll þessi 60 ár. Þeim kann ég mínar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til körfuboltans á Íslandi. Nú þegar þessu stórafmæli okkar er fagnað eru strangar sóttvarnarreglur í gildi. Þessi staða er krefjandi og reynir á alla sem að leiknum koma, en á sama tíma eru allir að gera sitt best til að láta körfuboltann ganga við þessar sérstöku aðsæður. Starf sjálfboðaliða hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna, en án þeirra væri ekki hægt að halda úti þessu öfluga og vandaða starfi sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Við kunnum einnig að meta þá miklu fórnfýsi sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir þeir sem að leiknum koma færa á hverjum degi. Það er einlæg von mín að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi haldi áfram að vaxa og dafna næstu áratugina eins og hingað til, og vera áfram í fremstu röð íþrótta hér landi. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tímamót Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn