Varúðarmerking á verðtryggð lán Ólafur Ísleifsson skrifar 31. janúar 2021 12:07 Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Eitraði kokkteillinn Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um breytt fyrirkomulag á verðtryggingu íbúðalána. Horfið verður frá 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þessi lán eru þeirrar náttúru að ekkert saxast á höfuðstól þeirra þótt greitt hafi verið af þeim í meira en 20 ár. Eftir 20 ára greiðslur hefur höfuðstóllinn ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Þessi lán hafa verið kölluð eitraði kokkteillinn. Í ljósi þess að verðtryggingin sjálf hefur alvarleg eituráhrif hefði frumvarp fjármálaráðherra þurft að ganga lengra í ýmsum efnum. Á liðnu ári sneru lántakendur sér hópum saman frá verðtryggðum lánum og kjósa frekar óverðtryggð lán þótt þau beri hærri vexti. Mismuninn má líta á sem eins konar tryggingariðgjald sem fólk kýs að greiða til að verja sig fyrir skaðsemi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin hefur verið hér við lýði allt of lengi. Henni ætti að kasta fyrir róða og taka upp húsnæðislán eins og tíðkast á Norðurlöndum og margir Íslendingar þekkja af eigin raun. Meðan verðtryggð lán eru í boði má telja sjálfsagða neytendavernd að skylda lánveitendur til að vara lántakanda við hinni alvarlegu áhættu sem hann tekur því að skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Viðvörun fylgi verðtryggðum lánasamningi Varúðarbréf lánastofnunar um áhættu lántaka sem fylgir verðtryggðu láni gæti hljóðað á þessa leið: Ágæti lántakandi. Við óskum þér til hamingju með íbúðina sem tókst verðtryggða lánið til að kaupa. Stjórnvöld hafa með neytendavernd að leiðarljósi skyldað lánastofnanir til að upplýsa lántaka um áhættu sem fylgir því að hafa skrifað undir lánasamning um verðtryggt lán. Til að rækja þá skyldu viljum við draga fram nokkur atriði. Þú berð alla (en við enga) áhættu af verðhækkunum á lánstímanum. Verðhækkanir af hvaða tagi sem er hækka höfuðstól og greiðslur af láninu. Þú skuldar meira og greiðslur þínar þyngjast ef verðbólga rýkur upp eins og hún gerði nú í janúar, ef uppskerubrestur verður á kaffi í Brasilíu, ef mistök verða í hagstjórn eða ef einhver ráðamaður fer öfugt fram úr rúminu og heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Þú veist ekki fyrir fram um fjárhæð neinnar greiðslu af láninu á lánstímanum. Ekki einnar einustu. Við vitum það út af fyrir sig ekki heldur en vitum þó að þær munu lengst af fara hækkandi. Hækki óbeinir skattar, til dæmis á bensín, áfengi og tóbak, hækkar lánið og greiðslur þyngjast. Hækki stjórnvöld kolefnisgjald í þágu loftslagsmarkmiða hækkar lánið þitt sömuleiðis og greiðslur þyngjast. Verðtryggingin hefur orsakað eignatilfærslu frá íbúðalántakendum til fjármálastofnana. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi að húsnæðisliður vísitölunnar hefði á árabilinu 2013-17 einn og sér fært 118 milljarða króna frá fólki eins og þér. Velkominn í hópinn. Enginn útlendingur skilur verðtryggingu, enginn blaðamaður sem hingað hefur komið og ekki fræðingarnir frá stofnununum með skammstafanirnar. Norðurlöndin vita af þessu verðtryggingarundri uppi á Íslandi en hafa ekki tekið upp fjármálasnilli Íslendinga að þessu leyti. Lánið sem varst að taka þykir ekki fólki bjóðandi nokkurs staðar á byggðu bóli. Seðlabankinn taldi sig kannski hafa fundið eitthvað áþekkt í Úrúgvæ. Verðtryggða lánið þitt er sambland af venjulegum lánasamningi og fjármálaafleiðu. Afleiður eru kenndar í fjármálafræðum í háskólum. Þær eru ekki á færi nema sérfróðra kunnáttumanna þótt íslenskum fjölskyldum sem vilja koma þaki yfir höfuðið sé ætlað að taka ábyrgð á slíkum fjármálagerningum af áhættusamasta tagi. Þú ert að taka áhættu sem jafna má við þá sem fjárglæframenn stunda í afleiðuviðskiptum. Þú átt á hættu að missa fótanna í fjárhagslegu tilliti fyrir þá sök að hafa undirritað samning við okkur um verðtryggt lán. Þú átt á hættu að tapa öllum sparnaðinum þínum sem er þitt framlag til húsnæðiskaupanna. Þú átt á hættu að vera hrakinn ásamt fjölskyldu þinni af heimili þínu eins og þúsundir Íslendinga geta borið vitni um eftir hrun. Þú átt á hættu að vera rekinn út á götu og skulda samt af verðtryggða láninu þínu. Þú átt á hættu að eiga minna en ekki neitt. Fyrir utan hættu á gjaldþroti áttu á hættu að lenda á vanskilaskrá. Þetta er ígildi þess að hrapa fyrir björg í fjárhagslegu tilliti. Við þökkum viðskiptin. Gangi þér vel. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Neytendur Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Eitraði kokkteillinn Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um breytt fyrirkomulag á verðtryggingu íbúðalána. Horfið verður frá 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þessi lán eru þeirrar náttúru að ekkert saxast á höfuðstól þeirra þótt greitt hafi verið af þeim í meira en 20 ár. Eftir 20 ára greiðslur hefur höfuðstóllinn ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Þessi lán hafa verið kölluð eitraði kokkteillinn. Í ljósi þess að verðtryggingin sjálf hefur alvarleg eituráhrif hefði frumvarp fjármálaráðherra þurft að ganga lengra í ýmsum efnum. Á liðnu ári sneru lántakendur sér hópum saman frá verðtryggðum lánum og kjósa frekar óverðtryggð lán þótt þau beri hærri vexti. Mismuninn má líta á sem eins konar tryggingariðgjald sem fólk kýs að greiða til að verja sig fyrir skaðsemi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin hefur verið hér við lýði allt of lengi. Henni ætti að kasta fyrir róða og taka upp húsnæðislán eins og tíðkast á Norðurlöndum og margir Íslendingar þekkja af eigin raun. Meðan verðtryggð lán eru í boði má telja sjálfsagða neytendavernd að skylda lánveitendur til að vara lántakanda við hinni alvarlegu áhættu sem hann tekur því að skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Viðvörun fylgi verðtryggðum lánasamningi Varúðarbréf lánastofnunar um áhættu lántaka sem fylgir verðtryggðu láni gæti hljóðað á þessa leið: Ágæti lántakandi. Við óskum þér til hamingju með íbúðina sem tókst verðtryggða lánið til að kaupa. Stjórnvöld hafa með neytendavernd að leiðarljósi skyldað lánastofnanir til að upplýsa lántaka um áhættu sem fylgir því að hafa skrifað undir lánasamning um verðtryggt lán. Til að rækja þá skyldu viljum við draga fram nokkur atriði. Þú berð alla (en við enga) áhættu af verðhækkunum á lánstímanum. Verðhækkanir af hvaða tagi sem er hækka höfuðstól og greiðslur af láninu. Þú skuldar meira og greiðslur þínar þyngjast ef verðbólga rýkur upp eins og hún gerði nú í janúar, ef uppskerubrestur verður á kaffi í Brasilíu, ef mistök verða í hagstjórn eða ef einhver ráðamaður fer öfugt fram úr rúminu og heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Þú veist ekki fyrir fram um fjárhæð neinnar greiðslu af láninu á lánstímanum. Ekki einnar einustu. Við vitum það út af fyrir sig ekki heldur en vitum þó að þær munu lengst af fara hækkandi. Hækki óbeinir skattar, til dæmis á bensín, áfengi og tóbak, hækkar lánið og greiðslur þyngjast. Hækki stjórnvöld kolefnisgjald í þágu loftslagsmarkmiða hækkar lánið þitt sömuleiðis og greiðslur þyngjast. Verðtryggingin hefur orsakað eignatilfærslu frá íbúðalántakendum til fjármálastofnana. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi að húsnæðisliður vísitölunnar hefði á árabilinu 2013-17 einn og sér fært 118 milljarða króna frá fólki eins og þér. Velkominn í hópinn. Enginn útlendingur skilur verðtryggingu, enginn blaðamaður sem hingað hefur komið og ekki fræðingarnir frá stofnununum með skammstafanirnar. Norðurlöndin vita af þessu verðtryggingarundri uppi á Íslandi en hafa ekki tekið upp fjármálasnilli Íslendinga að þessu leyti. Lánið sem varst að taka þykir ekki fólki bjóðandi nokkurs staðar á byggðu bóli. Seðlabankinn taldi sig kannski hafa fundið eitthvað áþekkt í Úrúgvæ. Verðtryggða lánið þitt er sambland af venjulegum lánasamningi og fjármálaafleiðu. Afleiður eru kenndar í fjármálafræðum í háskólum. Þær eru ekki á færi nema sérfróðra kunnáttumanna þótt íslenskum fjölskyldum sem vilja koma þaki yfir höfuðið sé ætlað að taka ábyrgð á slíkum fjármálagerningum af áhættusamasta tagi. Þú ert að taka áhættu sem jafna má við þá sem fjárglæframenn stunda í afleiðuviðskiptum. Þú átt á hættu að missa fótanna í fjárhagslegu tilliti fyrir þá sök að hafa undirritað samning við okkur um verðtryggt lán. Þú átt á hættu að tapa öllum sparnaðinum þínum sem er þitt framlag til húsnæðiskaupanna. Þú átt á hættu að vera hrakinn ásamt fjölskyldu þinni af heimili þínu eins og þúsundir Íslendinga geta borið vitni um eftir hrun. Þú átt á hættu að vera rekinn út á götu og skulda samt af verðtryggða láninu þínu. Þú átt á hættu að eiga minna en ekki neitt. Fyrir utan hættu á gjaldþroti áttu á hættu að lenda á vanskilaskrá. Þetta er ígildi þess að hrapa fyrir björg í fjárhagslegu tilliti. Við þökkum viðskiptin. Gangi þér vel. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun