Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 13:34 Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Vísir/Sigurjón Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir. Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.” Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.”
Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43