Brynjar Þór: Það gefur augaleið Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2021 20:45 Brynjar í leik á síðustu leiktíð. vísir/daníel Brynjar Þór Björnsson, þriggja stiga sérfræðingur KR, var sáttur með góðan sigur á Haukum í kvöld þar sem allt gekk upp eftir eilítið brösuga byrjun. „Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46