Hótanir! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Frá því ég byrjaði að skipta mér af pólitík þ.e. verkalýðs og lífeyrissjóðapólitík hefur ýmislegt gengið á og rifjast upp í tilefni umræðunnar í kringum skotárás á bíl Borgarstjóra. Margt misjafnt er sagt og ritað en allt réttsýnt og skynsamt fólk hlýtur að vera sammála um alvarleika málsins og hvaða áhrif það hefur haft á líf Dags B.Eggertssonar og fjölskyldu hans. Ég hef svo sem ekki tölu á öllum þeim hótunum sem ég hef fengið í gegnum tíðina en einhverjar standa þó uppúr. Það sem ég velti fyrir mér með þessum skrifum er hvar, hvort og hvernig við setjum mörk í þessum efnum. Frá því að ég byrjaði að skrifa um spillingarmál og misbresti innan lífeyrissjóðakerfisins árið 2007 eða tók sæti í stjórn VR árið 2009 hefur mikið gengið á. Ég taldi mig nokkuð vel undirbúinn í þessa vegferð, gagnrýna það sem aðrir þorðu ekki að gagnrýna. Ég hafði lesið doktors ritgerð vinkonu minnar og helstu fyrirmyndar Herdísar Drafnar Baldvinsdóttur um spillingu innan atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar, sem koma saman í eina sæng lífeyrissjóða, umvafin frændhyggli og sérhagsmunum. Ég taldi mig vera nokkuð vel undirbúinn vegna þeirra árása sem Herdís varð fyrir. Taldi mig vita hvað ég var að fara út í. Herdís var úthrópuð doktor í misskilningi og mögulega hægt að fullyrða að hún hafi verið hrakin úr landi vegna skoðana sinna og skrifa. Hvað fær mann til að feta í slík spor er erfitt að segja en líklega er það óbilandi trú á réttlætið. Spillingin í þessu blessaða landi er miklu meiri en mér óraði fyrir og bjóst ég við miklu. Spillingin er á öllum stigum samfélagsins. Hún er allstaðar og í öllum formum. Það kom mér alls ekkert á óvart að Ísland féll niður, eða upp, spillingarlistann og mælist nú spilltast ríkja Norðurlanda. Fjármálaráðherra segir eðlilegt að fólk sýni sölu ríkiseigna tortryggni, hið sanna er að ekkert er óeðlilegra en það. Öryggistilfinningu og réttlætiskennd ógnað! Hvað er verra en það? Hvar eru mörkin? Við vorum hópur fólks sem ákváðum að fara í hallarbyltingu í stéttarfélaginu okkar VR eftir bankahrunið. Árið var 2009 og okkur tókst það sem ekki átti að vera hægt að gera. Fella sitjandi stjórn og breyta lögum félagsins þannig að það yrði opið öllum félagsmönnum sem vildu bjóða sig fram til trúnaðarstarfa. Við vorum róttæk og eirðum engu. Hart var tekist á opinberlega og innan félags. Við vorum 7 til að byrja með en svo 6 eftir að ein ákvað að þiggja stóra stöðu og fara yfir í hitt liðið. Þau sem eftir stóðu misstu á endanum öll vinnuna nema ég, þó það hafi vissulega verið reynt. Rekin vegna þátttöku sinnar í að fara á móti kerfi sem hefur ítök allstaðar. Það er ekkert skrýtið að fólk er almennt ekki tilbúið að tjá sig opinberlega um spillingu á Íslandi. Hverjir eiga Ísland? Ísland er lítið annað en stór útgáfa af sjávarþorpi þar sem allir eiga allt undir þeim sem hefur eignað sér kvótann í þorpinu. Það ættu flestir að vita hvernig fólki er kerfisbundið refsað með útilokun á þátttöku í atvinnulífinu vegna skoðana sinna og verka. Má þar nefna löngu tímabæra bók Ólínu Þorvarðardóttur. Mér og okkur hefur verið hótað. Oft og mörgum sinnum. Vinsælasta hótunin er einmitt sú hvort ég geri mér grein fyrir því hvaða áhrif skrif mín hafa á möguleg atvinnutækifæri í framtíðinni. Hótun um að komið verði í veg fyrir að ég geti skapað mér og fjölskyldu minni þokkaleg lífskjör með atvinnu. Svo langt hefur þetta gengið að á einum tímapunkti var mér hótað, skriflega, að ákveðin öfl muni tryggja að hvorki ég né fjölskylda mín, foreldrar og börn, fái nokkurn tíma vinnu í íslensku samfélagi. Mér hefur verið hótað málsóknum oftar en ég treysti mér að telja. Úr því hefur þó aldrei orðið vegna þess að ég skrifa ekki staf nema ég treysti mér til að standa fyrir máli mínu fyrir dómi. Fyrir marga eru slíkar hótanir íþyngjandi og duga til þöggunar. Mér persónulega gæti ekki verið meira sama. Ég hræðist ekki þessi öfl, þau hræðast mig. Mér hefur verið hótað lífláti oftar en einu sinni. Það er hinsvegar aðeins einu sinni sem við þurftum að leita til lögreglu vegna mjög alvarlegra hótana þar sem veikur einstaklingur fór að koma að heimili okkar með handskrifaðar líflátshótanir. Þá var eiginkonu minni nóg um, og mér auðvitað líka. Við erum stór fjölskylda með fimm börn út og inni af heimili okkar og hundinn Bowie. Lögreglan afgreiddi málið af mikilli fagmennsku og ekki hafa orðið eftirmálar af því, annars væri ég ekki að skrifa þetta. Þetta voru hótanir sem við drögum þá ályktun, út frá innihaldi bréfanna, að hafi komið út frá harðri orðræðu í aðdraganda Lífskjarasamningsins þar sem stór orð voru látin falla. Við vorum úthrópuð stórhættulegt „sturlað“ öfgafólk sem vildi rústa samfélaginu með kröfum okkar. Eða er þetta allt Búsáhaldarbyltingunni að kenna? Öll erum við mannleg og getum sagt hluti sem við sjáum eftir. Ég er þar ekki undanskilinn. En hvar liggja mörkin þegar hótanir eru annars vegar? Ég er ekkert grátklökkur yfir þessu og langt frá því að vera sammála stefnu borgarinnar í mörgum lykilmálum. En vil nota þessi skrif til að koma kveðju til Borgarstjórans okkar Dags B.Eggertssonar og fjölskyldu hans. Við fjölskyldan vitum hvað þið eruð að ganga í gegnum þegar öryggi fjölskyldunnar er ógnað. Samfélagið stendur með ykkur og fordæmir þessa árás á líf ykkar og öryggi. Ragnar Þór Ingólfsson og fjölskylda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Frá því ég byrjaði að skipta mér af pólitík þ.e. verkalýðs og lífeyrissjóðapólitík hefur ýmislegt gengið á og rifjast upp í tilefni umræðunnar í kringum skotárás á bíl Borgarstjóra. Margt misjafnt er sagt og ritað en allt réttsýnt og skynsamt fólk hlýtur að vera sammála um alvarleika málsins og hvaða áhrif það hefur haft á líf Dags B.Eggertssonar og fjölskyldu hans. Ég hef svo sem ekki tölu á öllum þeim hótunum sem ég hef fengið í gegnum tíðina en einhverjar standa þó uppúr. Það sem ég velti fyrir mér með þessum skrifum er hvar, hvort og hvernig við setjum mörk í þessum efnum. Frá því að ég byrjaði að skrifa um spillingarmál og misbresti innan lífeyrissjóðakerfisins árið 2007 eða tók sæti í stjórn VR árið 2009 hefur mikið gengið á. Ég taldi mig nokkuð vel undirbúinn í þessa vegferð, gagnrýna það sem aðrir þorðu ekki að gagnrýna. Ég hafði lesið doktors ritgerð vinkonu minnar og helstu fyrirmyndar Herdísar Drafnar Baldvinsdóttur um spillingu innan atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar, sem koma saman í eina sæng lífeyrissjóða, umvafin frændhyggli og sérhagsmunum. Ég taldi mig vera nokkuð vel undirbúinn vegna þeirra árása sem Herdís varð fyrir. Taldi mig vita hvað ég var að fara út í. Herdís var úthrópuð doktor í misskilningi og mögulega hægt að fullyrða að hún hafi verið hrakin úr landi vegna skoðana sinna og skrifa. Hvað fær mann til að feta í slík spor er erfitt að segja en líklega er það óbilandi trú á réttlætið. Spillingin í þessu blessaða landi er miklu meiri en mér óraði fyrir og bjóst ég við miklu. Spillingin er á öllum stigum samfélagsins. Hún er allstaðar og í öllum formum. Það kom mér alls ekkert á óvart að Ísland féll niður, eða upp, spillingarlistann og mælist nú spilltast ríkja Norðurlanda. Fjármálaráðherra segir eðlilegt að fólk sýni sölu ríkiseigna tortryggni, hið sanna er að ekkert er óeðlilegra en það. Öryggistilfinningu og réttlætiskennd ógnað! Hvað er verra en það? Hvar eru mörkin? Við vorum hópur fólks sem ákváðum að fara í hallarbyltingu í stéttarfélaginu okkar VR eftir bankahrunið. Árið var 2009 og okkur tókst það sem ekki átti að vera hægt að gera. Fella sitjandi stjórn og breyta lögum félagsins þannig að það yrði opið öllum félagsmönnum sem vildu bjóða sig fram til trúnaðarstarfa. Við vorum róttæk og eirðum engu. Hart var tekist á opinberlega og innan félags. Við vorum 7 til að byrja með en svo 6 eftir að ein ákvað að þiggja stóra stöðu og fara yfir í hitt liðið. Þau sem eftir stóðu misstu á endanum öll vinnuna nema ég, þó það hafi vissulega verið reynt. Rekin vegna þátttöku sinnar í að fara á móti kerfi sem hefur ítök allstaðar. Það er ekkert skrýtið að fólk er almennt ekki tilbúið að tjá sig opinberlega um spillingu á Íslandi. Hverjir eiga Ísland? Ísland er lítið annað en stór útgáfa af sjávarþorpi þar sem allir eiga allt undir þeim sem hefur eignað sér kvótann í þorpinu. Það ættu flestir að vita hvernig fólki er kerfisbundið refsað með útilokun á þátttöku í atvinnulífinu vegna skoðana sinna og verka. Má þar nefna löngu tímabæra bók Ólínu Þorvarðardóttur. Mér og okkur hefur verið hótað. Oft og mörgum sinnum. Vinsælasta hótunin er einmitt sú hvort ég geri mér grein fyrir því hvaða áhrif skrif mín hafa á möguleg atvinnutækifæri í framtíðinni. Hótun um að komið verði í veg fyrir að ég geti skapað mér og fjölskyldu minni þokkaleg lífskjör með atvinnu. Svo langt hefur þetta gengið að á einum tímapunkti var mér hótað, skriflega, að ákveðin öfl muni tryggja að hvorki ég né fjölskylda mín, foreldrar og börn, fái nokkurn tíma vinnu í íslensku samfélagi. Mér hefur verið hótað málsóknum oftar en ég treysti mér að telja. Úr því hefur þó aldrei orðið vegna þess að ég skrifa ekki staf nema ég treysti mér til að standa fyrir máli mínu fyrir dómi. Fyrir marga eru slíkar hótanir íþyngjandi og duga til þöggunar. Mér persónulega gæti ekki verið meira sama. Ég hræðist ekki þessi öfl, þau hræðast mig. Mér hefur verið hótað lífláti oftar en einu sinni. Það er hinsvegar aðeins einu sinni sem við þurftum að leita til lögreglu vegna mjög alvarlegra hótana þar sem veikur einstaklingur fór að koma að heimili okkar með handskrifaðar líflátshótanir. Þá var eiginkonu minni nóg um, og mér auðvitað líka. Við erum stór fjölskylda með fimm börn út og inni af heimili okkar og hundinn Bowie. Lögreglan afgreiddi málið af mikilli fagmennsku og ekki hafa orðið eftirmálar af því, annars væri ég ekki að skrifa þetta. Þetta voru hótanir sem við drögum þá ályktun, út frá innihaldi bréfanna, að hafi komið út frá harðri orðræðu í aðdraganda Lífskjarasamningsins þar sem stór orð voru látin falla. Við vorum úthrópuð stórhættulegt „sturlað“ öfgafólk sem vildi rústa samfélaginu með kröfum okkar. Eða er þetta allt Búsáhaldarbyltingunni að kenna? Öll erum við mannleg og getum sagt hluti sem við sjáum eftir. Ég er þar ekki undanskilinn. En hvar liggja mörkin þegar hótanir eru annars vegar? Ég er ekkert grátklökkur yfir þessu og langt frá því að vera sammála stefnu borgarinnar í mörgum lykilmálum. En vil nota þessi skrif til að koma kveðju til Borgarstjórans okkar Dags B.Eggertssonar og fjölskyldu hans. Við fjölskyldan vitum hvað þið eruð að ganga í gegnum þegar öryggi fjölskyldunnar er ógnað. Samfélagið stendur með ykkur og fordæmir þessa árás á líf ykkar og öryggi. Ragnar Þór Ingólfsson og fjölskylda.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun