Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 12:37 Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. Þann 19. janúar, á síðasta degi ríkisstjórnar Donalds Trump, sakaði Pompeo Kínverja um þjóðarmorð. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bidens, hefur sagst sammála Pompeo. Sjá einnig: Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Á nokkrum árum hefur héraðið farið úr því að vera með fæðingartíðni sem er með þeim hæstu í Kína, í það að vera meðal þeirra héraða sem eru með lægsta fæðingartíðni. Ríkið hefur verið sakað um að þvinga konu í fóstureyðingar og ef konur eiga mörg börn eru þær sendar í þessar búðir. Yfirvöld í Kína hafa þó lýst búðunum sem endurmenntunar- og starfsþjálfunarbúðum. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Kommúnistaflokksins í Xinjiang, sem tók nýverið þátt í blaðamannafundi, að með yfirlýsingu sinni hafi Pompeo verið verið að leggja jarðsprengjur í viðræður Kína og Biden-liða. Lýsti hann yfirlýsingu Pompeo sem lygi aldarinnar. Kallaði hann, og aðrir, Pompeo rottu og versta utanríkisráðherra í sögunni. Frá blaðamannafundinum umrædda. Embættismenn sem þar komu fram skiptust á að hafna ásökunum um slæma meðferð á Úígúrum, sem Kínverjar hafa lengi verið sakaðir um.AP/ANdy Wong Samkvæmt fréttaveitunni tók þessi blaðamannafundur um tvær klukkustundir og er honum lýst á þann veg að þétt hafi verið haldið um taumana þar. Talsmaðurinn og aðrir skiptust þar á að neita ásökunum um þrælkunarvinnu, geldingar og annað. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki AP segir ríkissjórn Bidens vera að móta stefnu gagnvart Kína, sem margir greinendur sjái sem helsta keppinaut Bandaríkjanna um þessar mundir. Útlit sé þó fyrir að Biden muni ekki láta af þeim þrýstingi sem Trump hefur beitt gegn Kína á undanförnum árum.Eftir blaðamannafundinn, neituðu þeir sem tóku þátt í honum að veita frekari upplýsingar um sig eða upplýsingar um hvernig hægt væri að ræða frekar við þau. Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Halda heræfingar og vara við köldu stríði Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði. 26. janúar 2021 11:51 Ný átök á landamærum Kína og Indlands Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. 25. janúar 2021 10:18 Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þann 19. janúar, á síðasta degi ríkisstjórnar Donalds Trump, sakaði Pompeo Kínverja um þjóðarmorð. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bidens, hefur sagst sammála Pompeo. Sjá einnig: Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Á nokkrum árum hefur héraðið farið úr því að vera með fæðingartíðni sem er með þeim hæstu í Kína, í það að vera meðal þeirra héraða sem eru með lægsta fæðingartíðni. Ríkið hefur verið sakað um að þvinga konu í fóstureyðingar og ef konur eiga mörg börn eru þær sendar í þessar búðir. Yfirvöld í Kína hafa þó lýst búðunum sem endurmenntunar- og starfsþjálfunarbúðum. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Kommúnistaflokksins í Xinjiang, sem tók nýverið þátt í blaðamannafundi, að með yfirlýsingu sinni hafi Pompeo verið verið að leggja jarðsprengjur í viðræður Kína og Biden-liða. Lýsti hann yfirlýsingu Pompeo sem lygi aldarinnar. Kallaði hann, og aðrir, Pompeo rottu og versta utanríkisráðherra í sögunni. Frá blaðamannafundinum umrædda. Embættismenn sem þar komu fram skiptust á að hafna ásökunum um slæma meðferð á Úígúrum, sem Kínverjar hafa lengi verið sakaðir um.AP/ANdy Wong Samkvæmt fréttaveitunni tók þessi blaðamannafundur um tvær klukkustundir og er honum lýst á þann veg að þétt hafi verið haldið um taumana þar. Talsmaðurinn og aðrir skiptust þar á að neita ásökunum um þrælkunarvinnu, geldingar og annað. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki AP segir ríkissjórn Bidens vera að móta stefnu gagnvart Kína, sem margir greinendur sjái sem helsta keppinaut Bandaríkjanna um þessar mundir. Útlit sé þó fyrir að Biden muni ekki láta af þeim þrýstingi sem Trump hefur beitt gegn Kína á undanförnum árum.Eftir blaðamannafundinn, neituðu þeir sem tóku þátt í honum að veita frekari upplýsingar um sig eða upplýsingar um hvernig hægt væri að ræða frekar við þau.
Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Halda heræfingar og vara við köldu stríði Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði. 26. janúar 2021 11:51 Ný átök á landamærum Kína og Indlands Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. 25. janúar 2021 10:18 Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36
Halda heræfingar og vara við köldu stríði Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði. 26. janúar 2021 11:51
Ný átök á landamærum Kína og Indlands Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. 25. janúar 2021 10:18
Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01