Fólki fækkar í Hafnarfirði vegna úrræðaleysis meirihlutans Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2021 14:32 Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun