Fólki fækkar í Hafnarfirði vegna úrræðaleysis meirihlutans Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2021 14:32 Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar