Reikningskúnstir Reykjavíkur vegna Óðinstorgs Vigdís Hauksdóttir skrifar 1. febrúar 2021 15:00 Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. Verkefnið „Óðinstorg“ kostaði 657 milljónir í heild sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar að upphæð 474 milljónir og Veitur greiddu 183 milljónir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem barst borgarráði 2. desember 2019 var áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkur samkvæmt svari umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun Óðinstorgs, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs er 330 milljónir króna að meðtöldum hitalögnum og kostnaði vegna fornleifa. Nákvæmlega ári síðar eða þann 5. desember 2020 var kostnaðurinn kominn í heild sinni upp í 657 milljónirmeð kostnaði Veitna. Á einu ári hækkaði kostnaðurinn um 327 milljónir. Þegar fundargerðir umhverfis og skipulagsráðs eru skoðaðar þá er ekki að finna leyfi eða upplýsingar um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem búið er að framkvæma. Hver gaf leyfi fyrir þessum framkvæmdum? Á fundi ráðsins 21. mars 2018 er ákveðið að breyta Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu í einstefnugötur út frá Óðinstorgi, bílastæði Þórsgötu verði fellt niður og stöðubann sett. Ekkert minnst á rask á götum – enda einfalt að setja upp ofanjarðar tálmanir til að búa til einstefnu. Á fundi ráðsins 6. júní 2018 er Óðinstorg aftur á dagskrá og samþykkt að skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Á þessum fundargerðum má sjá að allt snerist um Óðinstorg og bara Óðinstorg. Þarna var búið að tryggja fjárheimildir fyrir 105 milljónir í torgið. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Það sem gerist síðan í framhaldinu að farið var í að umróta öllu svæðinu í kringum Óðinstorg, leggja nýjar gangstéttir og rífa upp götur að því virðist vera algjörlega heimildalaust, sjá mynd. Heimildirnar sem veittar voru – voru að gera götunar að einstefnu götum. Það var allt of sumt. Hver tók ákvörðun um að víkka framkvæmdir við Óðinstorg í allar áttir með snjóbræðslukerfi svo dæmi sé tekið? Voru kjörnir fulltrúar blekktir? Þessar staðreyndir hafa valdið deilum og misskilningi og hafa kallað á gríðarlegar eftiráskýringar borgarstjóra og borgarfulltrúa í meirihlutanum sem byggjast á svari borgarinnar sem byggir á svarinu frá 5. desember 2019 og finna má ofar í greininni. Kostnaðurinn er sundurliðaður eftir verkum. Gott og vel. Reikningskúnstirnar sem finna má í framhaldinu eru ævintýralegar. Heildarkostnaði var skipt niður á verkhluta. Með öðrum orðum kostnaði var skipt jafnt út. Líka hönnunarkostnaði upp á tæpar 60 milljónir. Kostnaðurinn er fenginn með að deila 474.192.039 kr. með 5.280 m2 til að fá verð pr. fermetara á framkvæmdasvæðinu. Fermeterinn leggur sig á tæpar 90.000 kr. og það er sama verð fyrir dýrt sérhannað Óðinstorg eins og gangstétt. Síðan er fermetraverðið margfaldað með stærð Óðinstorgs sem er 675 m2 og þannig kemur kostnaður Óðinstorgs út á rúmar 60 milljónir. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að sjá að þessar reikningskúnstir ganga ekki upp og ljóst er að fermetraverð á svona fínu torgi er margfaldur á við einfalda gangstétt. Krafan er núna sú að borgarstjóri upplýsi um raunverulegan kostnað við torgið, ellegar að innri endurskoðandi taki málið til skoðunar. Reykvíkingar eiga rétt á því að vita hvað framkvæmdir við Óðinstorg raunverulega kostuðu. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. Verkefnið „Óðinstorg“ kostaði 657 milljónir í heild sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar að upphæð 474 milljónir og Veitur greiddu 183 milljónir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem barst borgarráði 2. desember 2019 var áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkur samkvæmt svari umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun Óðinstorgs, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs er 330 milljónir króna að meðtöldum hitalögnum og kostnaði vegna fornleifa. Nákvæmlega ári síðar eða þann 5. desember 2020 var kostnaðurinn kominn í heild sinni upp í 657 milljónirmeð kostnaði Veitna. Á einu ári hækkaði kostnaðurinn um 327 milljónir. Þegar fundargerðir umhverfis og skipulagsráðs eru skoðaðar þá er ekki að finna leyfi eða upplýsingar um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem búið er að framkvæma. Hver gaf leyfi fyrir þessum framkvæmdum? Á fundi ráðsins 21. mars 2018 er ákveðið að breyta Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu í einstefnugötur út frá Óðinstorgi, bílastæði Þórsgötu verði fellt niður og stöðubann sett. Ekkert minnst á rask á götum – enda einfalt að setja upp ofanjarðar tálmanir til að búa til einstefnu. Á fundi ráðsins 6. júní 2018 er Óðinstorg aftur á dagskrá og samþykkt að skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Á þessum fundargerðum má sjá að allt snerist um Óðinstorg og bara Óðinstorg. Þarna var búið að tryggja fjárheimildir fyrir 105 milljónir í torgið. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Það sem gerist síðan í framhaldinu að farið var í að umróta öllu svæðinu í kringum Óðinstorg, leggja nýjar gangstéttir og rífa upp götur að því virðist vera algjörlega heimildalaust, sjá mynd. Heimildirnar sem veittar voru – voru að gera götunar að einstefnu götum. Það var allt of sumt. Hver tók ákvörðun um að víkka framkvæmdir við Óðinstorg í allar áttir með snjóbræðslukerfi svo dæmi sé tekið? Voru kjörnir fulltrúar blekktir? Þessar staðreyndir hafa valdið deilum og misskilningi og hafa kallað á gríðarlegar eftiráskýringar borgarstjóra og borgarfulltrúa í meirihlutanum sem byggjast á svari borgarinnar sem byggir á svarinu frá 5. desember 2019 og finna má ofar í greininni. Kostnaðurinn er sundurliðaður eftir verkum. Gott og vel. Reikningskúnstirnar sem finna má í framhaldinu eru ævintýralegar. Heildarkostnaði var skipt niður á verkhluta. Með öðrum orðum kostnaði var skipt jafnt út. Líka hönnunarkostnaði upp á tæpar 60 milljónir. Kostnaðurinn er fenginn með að deila 474.192.039 kr. með 5.280 m2 til að fá verð pr. fermetara á framkvæmdasvæðinu. Fermeterinn leggur sig á tæpar 90.000 kr. og það er sama verð fyrir dýrt sérhannað Óðinstorg eins og gangstétt. Síðan er fermetraverðið margfaldað með stærð Óðinstorgs sem er 675 m2 og þannig kemur kostnaður Óðinstorgs út á rúmar 60 milljónir. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að sjá að þessar reikningskúnstir ganga ekki upp og ljóst er að fermetraverð á svona fínu torgi er margfaldur á við einfalda gangstétt. Krafan er núna sú að borgarstjóri upplýsi um raunverulegan kostnað við torgið, ellegar að innri endurskoðandi taki málið til skoðunar. Reykvíkingar eiga rétt á því að vita hvað framkvæmdir við Óðinstorg raunverulega kostuðu. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar