„Verðum að læra af liðum sem hafa unnið og KR er eitt af þessum liðum“ Atli Arason skrifar 1. febrúar 2021 21:01 Milka var öflugur, sem fyrr, í kvöld. vísir/vilhelm Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með 86-79 sigur sinna gegn ÍR-ingum í kvöld en sérstaklega í ljósi þess að Keflavík tapaði stórt gegn Stjörnunni í síðasta leik sínum. „Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
„Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51