Martha hlær að umfjölluninni um elliheimilið og er ekkert að fara að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 10:01 Martha Hermannsdóttir fór með KA/Þór alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Vísir/Daníel Þór Handboltakonan Martha Hermannsdóttir er óleikfær eins og er en hún er hvergi nærri hætt í handbolta og finnst umræðan um aldur handboltakvenna vera á villigötum. Martha Hermannsdóttir hefur ekkert getað spila með liði KA/Þór eftir að keppni hófst að nýju í Olís deild kvenna í handbolta eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Martha hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá KA/Þór liðinu eftir að það kom aftur upp í deild þeirra bestu og óttuðust margir að KA/Þór stelpurnar yrði í miklum vandræðum án hennar. KA/Þór hefur sýnt að það var ekkert til í slíkum hrakspám enda vann liðið sannfærandi sigur á bikarmeisturum Fram um helgina og tók stig af Íslandsmeisturum Vals í leiknum á undan. KA/Þór liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Vals. En hvað með Mörtu Hermannsdóttur sem er að verða 38 ára gömul á þessu ári? Hún segist ekki vera hætt í handbolta þrátt fyrir þetta mótlæti núna. „Ég tími ekki að hætta því mér finnst þetta svo ógeðslega gaman. Ég byrjaði sex ára og hef alltaf verið í handboltanum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að á meðan ég er góð í skrokknum og ég get eitthvað ætla ég mér að reyna vera í handboltanum eins lengi og ég get," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún hefur líka góða fyrirmynd í deildinni. Kristín Guðmundsdóttir er enn að spila með HK en hún er orðin 42 ára gömul. Kristín skoraði þannig fimm mörk um helgina þegar HK liðið tók óvænt stig af toppliði Vals. Kristín er fædd árið 1978 en Martha fædd árið 1983. „Mér finnst frábært að sjá leikmenn eins og Kristínu Guðmunds halda bara áfram að spila og af hverju ekki? Við eigum landsliðskonur í hjólreiðum sem eru 45 ára gamlar og af hverju getur maður ekki spilað handbolta þótt maður sé orðinn fertugur, spyr Martha í viðtalinu og hún hlær að umfjölluninni um handboltakonur séu á leiðinni á elliheimili þegar þær ná góðum aldri. „Umræðan er oft á þann veg að þegar maður er orðinn 35 ára þá eigi maður bara að vera kominn á elliheimili, sem er galið," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtalinu við Morgunblaðið. View this post on Instagram A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti) Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Martha Hermannsdóttir hefur ekkert getað spila með liði KA/Þór eftir að keppni hófst að nýju í Olís deild kvenna í handbolta eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Martha hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá KA/Þór liðinu eftir að það kom aftur upp í deild þeirra bestu og óttuðust margir að KA/Þór stelpurnar yrði í miklum vandræðum án hennar. KA/Þór hefur sýnt að það var ekkert til í slíkum hrakspám enda vann liðið sannfærandi sigur á bikarmeisturum Fram um helgina og tók stig af Íslandsmeisturum Vals í leiknum á undan. KA/Þór liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Vals. En hvað með Mörtu Hermannsdóttur sem er að verða 38 ára gömul á þessu ári? Hún segist ekki vera hætt í handbolta þrátt fyrir þetta mótlæti núna. „Ég tími ekki að hætta því mér finnst þetta svo ógeðslega gaman. Ég byrjaði sex ára og hef alltaf verið í handboltanum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að á meðan ég er góð í skrokknum og ég get eitthvað ætla ég mér að reyna vera í handboltanum eins lengi og ég get," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún hefur líka góða fyrirmynd í deildinni. Kristín Guðmundsdóttir er enn að spila með HK en hún er orðin 42 ára gömul. Kristín skoraði þannig fimm mörk um helgina þegar HK liðið tók óvænt stig af toppliði Vals. Kristín er fædd árið 1978 en Martha fædd árið 1983. „Mér finnst frábært að sjá leikmenn eins og Kristínu Guðmunds halda bara áfram að spila og af hverju ekki? Við eigum landsliðskonur í hjólreiðum sem eru 45 ára gamlar og af hverju getur maður ekki spilað handbolta þótt maður sé orðinn fertugur, spyr Martha í viðtalinu og hún hlær að umfjölluninni um handboltakonur séu á leiðinni á elliheimili þegar þær ná góðum aldri. „Umræðan er oft á þann veg að þegar maður er orðinn 35 ára þá eigi maður bara að vera kominn á elliheimili, sem er galið," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtalinu við Morgunblaðið. View this post on Instagram A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti)
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira