„Arnar var sá fyrsti sem ég hringdi í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 11:54 Tómas Þórður Hilmarsson hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari með Stjörnunni. vísir/daníel Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson er kominn heim eftir dvöl á Spáni. Líklegast er að hann gangi í raðir síns gamla liðs, Stjörnunnar. Tómas gekk í raðir Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni í sumar en stoppið þar var styttra en áætlað var. Hann ákvað að yfirgefa félagið eftir að ljóst var að hann myndi fá færri mínútur eftir komu nýs leikmanns. „Enginn frá félaginu talaði við mig. Umboðsmaðurinn kom bara á leik hjá mér og sagði að þeir væru að fá annan leikmann. Mér bauðst að vera áfram en í talsvert minna hlutverki,“ sagði Tómas við Vísi í dag. Hann er kominn til Íslands og er byrjaður í sóttkví. „Við umboðsmaðurinn vorum sammála um að það besta í stöðunni væri að koma okkur eitthvert annað, heim eða annað á Spáni, og við ákváðum um að ég færi heim.“ Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril hér á landi. Hann segir langlíklegast að hann fari aftur til Stjörnunnar. „En ég er ekki búinn að skrifa undir en ég reikna með að fara þangað,“ sagði Tómas. „Arnar [Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar] var sá fyrsti sem ég hringdi í eftir að ég fékk þessar fréttir. Ég fékk að vita að hurðin væri alltaf opin þar.“ Ljóst er að sterkt lið Stjörnunnar verður enn sterkara ef Tómas gengur til liðs við það. Á síðasta tímabili var hann með 8,8 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan varð þá deildar- og bikarmeistari annað árið í röð. Hann segist hafa notið þess að spila sem atvinnumaður þótt dvölin á Spáni hafi verið endasleppt. „Þetta var mjög gaman og það var alls ekki planið að vera að koma heim. Ég fílaði þetta en á sama tíma er erfitt að búa meira og minna í svona útgöngubanni,“ sagði Tómas að lokum. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í Domino's deildinni í gær, 93-89. Dominos-deild karla Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Tómas gekk í raðir Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni í sumar en stoppið þar var styttra en áætlað var. Hann ákvað að yfirgefa félagið eftir að ljóst var að hann myndi fá færri mínútur eftir komu nýs leikmanns. „Enginn frá félaginu talaði við mig. Umboðsmaðurinn kom bara á leik hjá mér og sagði að þeir væru að fá annan leikmann. Mér bauðst að vera áfram en í talsvert minna hlutverki,“ sagði Tómas við Vísi í dag. Hann er kominn til Íslands og er byrjaður í sóttkví. „Við umboðsmaðurinn vorum sammála um að það besta í stöðunni væri að koma okkur eitthvert annað, heim eða annað á Spáni, og við ákváðum um að ég færi heim.“ Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril hér á landi. Hann segir langlíklegast að hann fari aftur til Stjörnunnar. „En ég er ekki búinn að skrifa undir en ég reikna með að fara þangað,“ sagði Tómas. „Arnar [Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar] var sá fyrsti sem ég hringdi í eftir að ég fékk þessar fréttir. Ég fékk að vita að hurðin væri alltaf opin þar.“ Ljóst er að sterkt lið Stjörnunnar verður enn sterkara ef Tómas gengur til liðs við það. Á síðasta tímabili var hann með 8,8 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan varð þá deildar- og bikarmeistari annað árið í röð. Hann segist hafa notið þess að spila sem atvinnumaður þótt dvölin á Spáni hafi verið endasleppt. „Þetta var mjög gaman og það var alls ekki planið að vera að koma heim. Ég fílaði þetta en á sama tíma er erfitt að búa meira og minna í svona útgöngubanni,“ sagði Tómas að lokum. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í Domino's deildinni í gær, 93-89.
Dominos-deild karla Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54