Ég tala dönsku í Danmörku Marta Eiríksdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Marta Eiríksdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun