Ég tala dönsku í Danmörku Marta Eiríksdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Marta Eiríksdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. Námið sem ég stundaði var óhefðbundið listnám og ekki lánshæft á þeim tíma, þess vegna þurfti ég einnig að vinna með náminu. Að kunna og geta talað dönsku hjálpaði mér að fá hlutastarf. Það sama var uppi á teningnum þegar ég flutti til Noregs mörgum árum seinna. Ég kunni ekkert í norsku. Því varð ég mér úti um kennsluefni á norsku áður en ég fór, svo ég gæti undirbúið dvölina betur í Noregi. Ég vissi að ef mér átti að líða vel í Noregi og eiga meiri möguleika á að fá atvinnu þar, þá þyrfti ég að leggja það á mig að læra og tala norsku. Ég var gestur í landinu þeirra. Það var því ekki hlutverk þeirra Norðmanna að mæta mér í enskri tungu, hvað þá á íslensku, nei ég talaði norsku í Noregi. Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra. Fordómar og fyrirsláttur Ég hef fylgst með fréttum undanfarið þar sem fólk af erlendum uppruna kemur fram. Fólk sem fær ekki atvinnu hér á landi og kvartar undan fordómum Íslendinga gagnvart útlendingum. Þeir ásaka fyrirtækin um fordóma og segja Íslendinga frekar fá atvinnu. Sumir hafa búið hér í nokkur ár en tala ensku á meðan aðrir tala ágætis íslensku. Nú er atvinnuleysi hjá mörgum erlendum íbúum á Íslandi en það er einnig atvinnuleysi hjá þeim íslensku. Það getur verið krefjandi að læra erlent tungumál, það vitum við mörg. En til þess að eiga meiri möguleika á að fá atvinnu hér á landi, þá verður fólk af erlendum uppruna, að leggja það á sig að læra íslensku. Þegar ég horfi á svona fréttir þá virkar það á mig sem fyrirsláttur viðmælenda sem koma fram, tala á ensku og ætlast til þess að verða settir jafnfætis fólki sem talar íslenskt mál. Við búum á Íslandi og hér er íslenskt mál þjóðtunga landsins. Tungumál þjóðarinnar er ávallt lykillinn að því að aðlagast betur í landinu þar sem þú býrð. Það skapar þér fleiri tækifæri. Ef þú vilt breyta einhverju viðhorfi hér, þá er líklega best að byrja á því fyrst, að aðlagast þjóðinni og landinu, en ekki að það aðlagist þér. Það þurfa allir að sanna sig í upphafi. Kröfur líka gerðar til Íslendinga Það sama er uppi á teningnum ef ég Íslendingurinn, sæki um starf til dæmis í dagskrárgerð hjá RÚV. Þar skiptir í raun engu máli hvaða litarhaft ég hef eða hvaða kyn ég er. Þar skiptir meginmáli að ég tali góða íslensku, beygi rétt tungumálið, sletti ekki á ensku og virði íslenska málfræði. Það eru ekki margir sem komast í gegnum þetta nálarauga þótt við séum íslensk að sækja um. Annars er RÚV kannski ekki gott dæmi því þar er líka voða gott stundum að tengjast einhverjum sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern í sjálfri RÚV elítunni en það er önnur saga sem verður ekki tíunduð hér. Sem sagt þetta eru ekki fordómar, þetta er tungumálið sem opnar eða lokar leið okkar allra. Núna í kovid eru meiri líkur á að fá þjónustu á íslensku hvar sem við komum. Það hefur orðið gjörbreyting þar á og ef þú spyrð margan Íslendinginn þá þykir honum voða vænt um það, að geta pantað mat á veitingahúsi á íslensku. Mér sjálfri er í raun alveg sama hvort það sé þjónn af erlendu bergi sem þjónar mér á veitingahúsi eða afgreiðir mig úti í búð, en að ég fái að tala íslensku á Íslandi þykir mér yndislegt. Höfundur er íslenskukennari.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar