Leikurinn fór fram í Ljubljana í Slóveníu og hóf íslenska liðið leikinn af krafti. Munurinn aðeins fimm stig að loknum fyrsta leikhluta, staðan þá 22-17 Grikklandi í vil.
Í kjölfarið náði gríska liðið öllum völdum á vellinum og íslenska liðið gat vart rönd við reist. Staðan í hálfleik var 43-31 Grikkjum í vil. Síðari hálfleikur var eign Grikkja sem unnu leikinn á endanum með 37 stiga mun eins og áður sagði, lokatölur 95-58.
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þá skoraði Hildur Björg Kjartansdóttir 13 stig ásamt því að taka níu fráköst.
Hér að neðan má sjá leikinn í heild sinni ásamt því að hér má finna fjölda mynda úr leik kvöldsins.