Lárus: Finnst við eiga slatta inni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 23:05 Þórsarar eru eitt heitasta lið Domino's deildarinnar um þessar mundir. vísir/elín björg Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega sáttur með að vinna Val en þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli í röð. Þórsarar voru þremur stigum undir í hálfleik en léku miklu betur í seinni hálfleik sem þeir unnu með 22 stigum. Lokatölur urðu 67-86, Þór í vil. „Við fórum að passa boltann betur. Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en töpuðum bara tveimur í þeim seinni. Svo fórum við að spila miklu betri vörn,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þór tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Tindastóli í síðustu umferð og Lárus segir að svekkelsið hafi setið í hans mönnum framan af leik í kvöld. „Mér fannst liðið vera flatt í fyrri hálfleik. Við spiluðum gegn Stólunum og vorum þar rændir um hábjartan dag, leikur sem var tekinn af þér af einhverjum öðrum en sjálfum þér eða mótherjunum. Leikmönnum fannst brotið á sér og svo koma þeir inn í leik og það er eðlilegt að þeir séu flatir,“ sagði Lárus. Þórsarar hittu illa úr þriggja stiga skotum í leiknum, aðeins tuttugu prósent, en það kom ekki að sök. „Við hittum mjög illa úr þriggja stiga skotum. En á móti kemur vorum við með sjötíu prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og unnum frákastabaráttuna. Við héldum að það myndi kannski aðeins draga af Val, þeir eru með færri menn til að rúlla á,“ sagði Lárus. Hann er að vonum sáttur með gengið það sem af er tímabili. „Við erum mjög ánægðir og mér finnst liðið vera í góðum gír. Við höfum verið ágætlega þéttir varnarlega og verið nokkuð góð sóknarvopn. Við erum búnir að fara í nokkra slagi og standa okkur nokkuð vel finnst mér. Mér finnst liðið að slípast ágætlega saman en samt finnst mér við eiga slatta inni,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Þórsarar voru þremur stigum undir í hálfleik en léku miklu betur í seinni hálfleik sem þeir unnu með 22 stigum. Lokatölur urðu 67-86, Þór í vil. „Við fórum að passa boltann betur. Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en töpuðum bara tveimur í þeim seinni. Svo fórum við að spila miklu betri vörn,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þór tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Tindastóli í síðustu umferð og Lárus segir að svekkelsið hafi setið í hans mönnum framan af leik í kvöld. „Mér fannst liðið vera flatt í fyrri hálfleik. Við spiluðum gegn Stólunum og vorum þar rændir um hábjartan dag, leikur sem var tekinn af þér af einhverjum öðrum en sjálfum þér eða mótherjunum. Leikmönnum fannst brotið á sér og svo koma þeir inn í leik og það er eðlilegt að þeir séu flatir,“ sagði Lárus. Þórsarar hittu illa úr þriggja stiga skotum í leiknum, aðeins tuttugu prósent, en það kom ekki að sök. „Við hittum mjög illa úr þriggja stiga skotum. En á móti kemur vorum við með sjötíu prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og unnum frákastabaráttuna. Við héldum að það myndi kannski aðeins draga af Val, þeir eru með færri menn til að rúlla á,“ sagði Lárus. Hann er að vonum sáttur með gengið það sem af er tímabili. „Við erum mjög ánægðir og mér finnst liðið vera í góðum gír. Við höfum verið ágætlega þéttir varnarlega og verið nokkuð góð sóknarvopn. Við erum búnir að fara í nokkra slagi og standa okkur nokkuð vel finnst mér. Mér finnst liðið að slípast ágætlega saman en samt finnst mér við eiga slatta inni,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum