Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin Atli Arason skrifar 4. febrúar 2021 23:15 Ægir Þór var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil. Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00