Aukakastið sem leiddi til vítisins umdeilda ranglega tekið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 13:01 Eins og sést steig Daði Jónsson á punktalínuna þegar hann tók aukakastið. stöð 2 sport Að sjálfsögðu var farið yfir vítakastið umdeilda sem var dæmt í blálokin á leik FH og KA í Olís-deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Eftir mikla reikistefnu dæmdu dómarar leiksins, þeir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, vítakast á FH þegar leiktíminn var runninn út. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA úr vítinu, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Vandamálið var að aukakastið var ekki tekið á réttum stað, fyrir utan punktalínuna. „Sjáiði, hann stígur á línuna. Það þýðir ólöglega framkvæmt aukakast,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Með öðrum orðum, þeir gátu ekki dæmt víti þarna. Ef þeir hefðu fylgt öllu rétt hefðu þeir átt að láta endurtaka aukakastið.“ Klippa: Seinni bylgjan - Vítadómurinn umdeildi Bjarni Fritzsyni fannst skrítið að Daði hefði náð að taka aukakastið jafn snöggt og hann gerði. „Mér finnst sérstakt að hann nái að taka aukakastið strax því hann var teikaður. Ég set spurningarmerki við að það hefði ekki átt að vera tvær mínútur og stoppa tímann. Það hefði verið eðlilegur dómur og þá hefðu þeir fengið tvær sekúndur eða svo til að klára. En Daði reif sig upp og var klókur,“ sagði Bjarni og bætti við að viðbrögð FH-inga, að reyna að verja skot Daða, hafi verið ósjálfráð og eðlileg. Henry Birgir sagði að þeir Gunnar Óli og Bjarki hafi dæmt leikinn afar vel í 59 mínútur, eða fyrir utan vítadóminn undir lokin. „Það er ömurlegt að lenda í þessu í restina en við verðum að gefa þeim það að þeir stóðu sig mjög vel,“ sagði Henry Birgir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02 Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Eftir mikla reikistefnu dæmdu dómarar leiksins, þeir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, vítakast á FH þegar leiktíminn var runninn út. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA úr vítinu, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Vandamálið var að aukakastið var ekki tekið á réttum stað, fyrir utan punktalínuna. „Sjáiði, hann stígur á línuna. Það þýðir ólöglega framkvæmt aukakast,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Með öðrum orðum, þeir gátu ekki dæmt víti þarna. Ef þeir hefðu fylgt öllu rétt hefðu þeir átt að láta endurtaka aukakastið.“ Klippa: Seinni bylgjan - Vítadómurinn umdeildi Bjarni Fritzsyni fannst skrítið að Daði hefði náð að taka aukakastið jafn snöggt og hann gerði. „Mér finnst sérstakt að hann nái að taka aukakastið strax því hann var teikaður. Ég set spurningarmerki við að það hefði ekki átt að vera tvær mínútur og stoppa tímann. Það hefði verið eðlilegur dómur og þá hefðu þeir fengið tvær sekúndur eða svo til að klára. En Daði reif sig upp og var klókur,“ sagði Bjarni og bætti við að viðbrögð FH-inga, að reyna að verja skot Daða, hafi verið ósjálfráð og eðlileg. Henry Birgir sagði að þeir Gunnar Óli og Bjarki hafi dæmt leikinn afar vel í 59 mínútur, eða fyrir utan vítadóminn undir lokin. „Það er ömurlegt að lenda í þessu í restina en við verðum að gefa þeim það að þeir stóðu sig mjög vel,“ sagði Henry Birgir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02 Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02
Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita