Viðunandi húsnæði snýst um mannréttindi ekki forréttindi Drífa Snædal skrifar 5. febrúar 2021 14:00 Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Við vitum þetta og höfum vitað lengi og við vitum meira að segja hvernig á að leysa málið. Það þarf að skipuleggja fleiri byggingalóðir, m.a. Keldnaland og byggja þar hagkvæmar íbúðir og það þarf að styrkja stöðu leigjenda á leigumarkaðnum með samþykkt nýrra húsaleigulaga. Frumvarpið hefur verið tilbúið í meira en ár en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið lagt fyrir þingið. Í því er meðal annars að finna svokallaða leigubremsu þannig að leigusalar geta ekki hækkað leigu eins og þeim sýnist. Leigusamningar verða skráningarskyldir þannig að við fáum yfirlit yfir leigumarkaðinn og í frumvarpinu er í raun viðurkennt að leigjendur og leigusalar standa ekki jafnfætis heldur eru leigjendur í veikari stöðu. Það er löngu kominn tími til að löggjöfin endurspegli þann veruleika. Látum skýrslu samráðshóps um óleyfisbúsetu ekki verða enn eina staðfestinguna á því sem við vitum án þess að nokkuð sé gert. Félagsleg og líkamleg heilsa fólks er í húfi. Kveikur fjallaði um styrki til fyrirtækja í þætti sínum á fimmtudagskvöld og hóf þar með nauðsynlegt uppgjör við það hvernig til hefur tekist í aðgerðum stjórnvalda. Það vakti óneitanlega athygli að ráðherrar voru ekki til viðtals um eigin ákvarðanir og afleiðingar þeirra. Og það engar smá ákvarðanir! Milljarðar hafa farið til fyrirtækja og það er deginum ljósara að nauðsynlegar kröfur fyrir styrkveitingum voru ekki reistar. Af því tilefni minni ég á kröfur ASÍ um skilyrði fyrir stuðning við fyrirtæki sem við birtum fyrir tæpu ári síðan í “Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða”. Meðal skilyrða sem þar eru nefnd er að: Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutabréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. Þetta eru eðlilegar kröfur þegar ríkiskassinn er opnaður upp á gátt. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Við vitum þetta og höfum vitað lengi og við vitum meira að segja hvernig á að leysa málið. Það þarf að skipuleggja fleiri byggingalóðir, m.a. Keldnaland og byggja þar hagkvæmar íbúðir og það þarf að styrkja stöðu leigjenda á leigumarkaðnum með samþykkt nýrra húsaleigulaga. Frumvarpið hefur verið tilbúið í meira en ár en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið lagt fyrir þingið. Í því er meðal annars að finna svokallaða leigubremsu þannig að leigusalar geta ekki hækkað leigu eins og þeim sýnist. Leigusamningar verða skráningarskyldir þannig að við fáum yfirlit yfir leigumarkaðinn og í frumvarpinu er í raun viðurkennt að leigjendur og leigusalar standa ekki jafnfætis heldur eru leigjendur í veikari stöðu. Það er löngu kominn tími til að löggjöfin endurspegli þann veruleika. Látum skýrslu samráðshóps um óleyfisbúsetu ekki verða enn eina staðfestinguna á því sem við vitum án þess að nokkuð sé gert. Félagsleg og líkamleg heilsa fólks er í húfi. Kveikur fjallaði um styrki til fyrirtækja í þætti sínum á fimmtudagskvöld og hóf þar með nauðsynlegt uppgjör við það hvernig til hefur tekist í aðgerðum stjórnvalda. Það vakti óneitanlega athygli að ráðherrar voru ekki til viðtals um eigin ákvarðanir og afleiðingar þeirra. Og það engar smá ákvarðanir! Milljarðar hafa farið til fyrirtækja og það er deginum ljósara að nauðsynlegar kröfur fyrir styrkveitingum voru ekki reistar. Af því tilefni minni ég á kröfur ASÍ um skilyrði fyrir stuðning við fyrirtæki sem við birtum fyrir tæpu ári síðan í “Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða”. Meðal skilyrða sem þar eru nefnd er að: Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutabréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. Þetta eru eðlilegar kröfur þegar ríkiskassinn er opnaður upp á gátt. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun