„Alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:00 Vilhjálmur Kári segir ekkert annað en titilbaráttu koma til greina hjá Blikum næsta sumar þó svo að fjórar landsliðskonur séu horfnar á braut. Stöð 2 Sport „Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær. „Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
„Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35