Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 14:02 Styrmir Snær hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í Dominos deild karla í körfubolta. Hér er hann í leik gegn Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili. Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01
Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum