Úr fókus, í fókus Andri Thor Birgisson skrifar 7. febrúar 2021 07:01 Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar