Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2021 19:28 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. „Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum. Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
„Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum.
Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45