Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 18:11 Lilja segist ætla þrýsta á að verkinu verði flýtt. Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja sendi nýverið bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni Disney+. Sagði hún það vera óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýtti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar, það væri bæði mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og komandi kynslóðir. „Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+, en betur má ef duga skal,“ skrifar Lilja. „Það stefnir í að efnið verði í boði með vorinu, en ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“ Stórmyndir á leiðinni Disney+ varð aðgengileg hér á landi í september síðastliðnum og segir van Rijn fyrirtækið sífellt leita leiða til að laga sig að menningu hvers markaðar. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að vinna er nú þegar hafin við að gera þetta að veruleika.“ Meðal fyrstu mynda sem verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu eru Lion King, WALL-E og Toy Story myndirnar að sögn van Rijn. Þá eru Cars myndirnar, Frozen 2 og Coco einnig í undirbúningi. „Tæknileg vinna mun taka nokkra mánuði. Ég hlakka til að hafa samband aftur þegar ég get staðfest að myndirnar séu aðgengilegar á Disney+ svo íslenskar fjölskyldur geti notið þeirra.“ „Þið eigið þetta“ Leikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem hafa þrýst á Disney varðandi talsetningu efnis á Disney+. Hann vakti athygli á málinu á Twitter í lok janúar og hlaut ábendingin góðar undirtektir. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 „Hey Disney+, af hverju mynduð þið selja áskriftir án þess gera texta og talsetningu þess svæðis aðgengilega?“ spurði leikarinn á Twitter. Hátt í tvö þúsund manns líkuðu við færslu Jóhannesar, en hann benti í kjölfarið á að íslenska væri eitt elsta tungumál í heimi. Með því að gera talsetningarnar aðgengilegar væri hægt að viðhalda tungumálinu. Icelandic is one of the oldest languages in the world still spoken. Making your Icelandic audio available for the younger generations of Iceland will help preserve our language. Með fyrirfram þökk fyrir áheyrnina og von um skjót viðbrögð. #MakeIcelandicAvailableOnDisneyPlus— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 Disney Íslenska á tækniöld Bíó og sjónvarp Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Lilja sendi nýverið bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni Disney+. Sagði hún það vera óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýtti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar, það væri bæði mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og komandi kynslóðir. „Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+, en betur má ef duga skal,“ skrifar Lilja. „Það stefnir í að efnið verði í boði með vorinu, en ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“ Stórmyndir á leiðinni Disney+ varð aðgengileg hér á landi í september síðastliðnum og segir van Rijn fyrirtækið sífellt leita leiða til að laga sig að menningu hvers markaðar. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að vinna er nú þegar hafin við að gera þetta að veruleika.“ Meðal fyrstu mynda sem verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu eru Lion King, WALL-E og Toy Story myndirnar að sögn van Rijn. Þá eru Cars myndirnar, Frozen 2 og Coco einnig í undirbúningi. „Tæknileg vinna mun taka nokkra mánuði. Ég hlakka til að hafa samband aftur þegar ég get staðfest að myndirnar séu aðgengilegar á Disney+ svo íslenskar fjölskyldur geti notið þeirra.“ „Þið eigið þetta“ Leikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem hafa þrýst á Disney varðandi talsetningu efnis á Disney+. Hann vakti athygli á málinu á Twitter í lok janúar og hlaut ábendingin góðar undirtektir. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 „Hey Disney+, af hverju mynduð þið selja áskriftir án þess gera texta og talsetningu þess svæðis aðgengilega?“ spurði leikarinn á Twitter. Hátt í tvö þúsund manns líkuðu við færslu Jóhannesar, en hann benti í kjölfarið á að íslenska væri eitt elsta tungumál í heimi. Með því að gera talsetningarnar aðgengilegar væri hægt að viðhalda tungumálinu. Icelandic is one of the oldest languages in the world still spoken. Making your Icelandic audio available for the younger generations of Iceland will help preserve our language. Með fyrirfram þökk fyrir áheyrnina og von um skjót viðbrögð. #MakeIcelandicAvailableOnDisneyPlus— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021
Disney Íslenska á tækniöld Bíó og sjónvarp Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira